Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 27

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 27
29 X. Heilsufar, slysfarir og lát lieldra fólks. Heislufar manna var alment gott að því er frézt hefir, og bar hvergi á því, að nein sérstök veikindi gengi, nema að lungnabólga og taugaveiki stungu sér niðr hingað og þangað, eins og vant er, og einstöku menn dóu af afleiðingum misl- ingasýkinnar, þar sem þeir annaðtveggja höfðu snúið sér upp í brjóstveiki eða innanveiki. Slysfarir voru miklar þetta ár, eins og oft vill verða hér á landi, og viljum vér hér geta hinna helztu þeirra. Mánudaginn 7. dag janúarmánaðar réru þrjú skip til há- karlaveiða af Akranesi. pegar fram leið á daginn, rokhvesti á landsunnan, síðan gekk í suðr, og um nóttina í ofsalegan út- synning með fjúki og gaddi. Formenn fyrir skipum þessum voru: Pétr Hoffmann kaupmaðr á Akranesskaga, við 11. maun, Olafr Bjarnason bóndi á Litlateigi, og |>órðr bóndi Guðmumls- son á Háteigi við 7. mann. Eitt skipið réri af Alftanesi, frá Hliði; formaðr var þar |>órðr bóndi pórðarson á Hliði, við 11. mann. J>að er skjótast frá að segja, að eitt af þessum fjórum skipum, Ólafr bóndi frá Litlateigi, náði lendingu eftir mikið sjóvolk og hrakninga á Melum í Melasveit seint um nóttina, enn hin fórust öll. Skip J>órðar frá Háteigi rak daginn cftir og öll líkin af því hjá Belgsholti í Melasve.t, enn brot og flak- ar og eitthvað af líkum af hinum skipunum rak löngu síðar vestr á Mýrum og hingað og þangað. Sama daginn fórst bátr með tveim mönnum á á Hvalfirði; voru þeir þar úr Hvalfirð- inum, Sigurðr bóndi Jónsson á Sandi og vinnamaðr frá Botni. Alls drukknuðu því 31 maðr þenna eina dag, og var flest af því mannval hið mesta, og ungir efnilegir menn frá konu og börn- um. Helztir voru Pétr Hoffmann, Stefán Bachmann, sonr síra Geirs uppgjafaprests í Miklaholti, Georg Thorsteinsen, sýslumanns í Snæfellsnessýslu fyrrum, Halldór Einarsson á Grund, og Sveinn Hoffmann; J>órðr Guðmundsson á Háteig; |>órðr pórðarson á Hliði. Eftir þessa fjóra skipskaða voru eftir 11 ekkjur og 17 munaðarlaus börn, og auk þess ýmsar munaðarlausar ekkjur og mæðr, sem þeir höfðu sumír verið fyrirvinnur hjá. J>eir Björn

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.