Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 12

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 12
14 FÉLAGSSKAPR. prests Jónssonar á Skorastað, nú á Laufási. Á pessu ári var stofnað bindindi á Akureyri nyrðra, sem er í lögum með bind- isfélagi pví, er nær um mörg lönd í sameiníngu, og kallast Ooodteviplars eða musterismen-n. I félagi pessu voru orðnir um 100 á Akureyri og par í grendinni um árslokin. i’élag petta er vel skipað, sett í smádeildir, sem lúta aftr stærri deildum; hafa félagsmenn með sér fundi á hverjum sunnudegi, pegar pví verðr við komið. Vonandi og óskandi er, að félagi pessu geti tekizt að breiðast út, pví að öll pörf er á, að minkaði hin hóf- lausa ofdrykkja, sem við gengst í og kring um kaupstaði hér á landi. Félag petta hefir byrjað á að gefa út lítið blað um bindindi og framkvæmdir pess hér á landi. önnur félög hafa ekki verið stofnuð, svo teljandi sé; enn framkvæmdir annara félaga, síldveiðafélaga og búnaðarfélaga, hafa bæði verið sárlitlar, og hafi pær verið nokkurar, p.i verðr peirra getið á sínum stað. VI. Tíóarfar. Tíðarfar hefir verið furðu misjafnt og furðu óhagstætt víða hér um land pefta ár; pað er eins og ísland sé oft tveir lands- hlutar með fjarska millibili; svo er pað sundrskift að veðrfari. Vetrinn frá nfári mátti teljast afbragðsgóðr. Rosarnir héldust við nokkuð fyrst eftir nýárið, með geystum útsynningum, par til viku af porra, að lagðist í frost nokkur og snjóa. Stóð sá harðindakafli einn mánuð, pangað til viku af góu. Brá pá heldr til batnaðar, og var svo oftast veðri farið fram eftir gó- unni, að ýmistsetti niðr snjó mikinn eða hann tók upp jafnóð- um. Allan einmánuð mátti telja sumarveðráttu, hægð og blíð- viðri, og oftast frostlaust fram yfir sumarmál. Voru flestir bún- ir að vinna á túnum sínum um pað leyti. Eftir sumarmálin brá til norðanáttar og kulda mikilla, og snjóaði víða allmikið í maímánuði öllum, einkum norðanlands og austan, og svo í Skaftafellssýslum. Kuldaveðrátt pessi hélzt fram yfir fardaga, og var pá nærfelt enginn gróðr kominn. pá skifti uin, og var pá votviðrasöm tíð sunnanlands fram í byrjun júlímánaðar, enn nyrðra var pá purviðrasamara. |>ó að seint færi að spretta,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.