Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 34

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 34
36 SKÓLAR Árni pórarinsson úr Eeykjavík .... 3. eink. 58 tr. Halldór Torfason frá Flateyri .... 3. — 45 — Arnór Árnason frá Höfnum.................3. — 42 — Auk pessara 15, sem útskrifuðust úr skólanum, voru tveir sagðir úr skóla um vorið, og voru pá 99 eftir í skólanum; 19 nýsveinar komu í skólann, enn aftr á móti voru fjórir, sem ekki komu til skólanáms, enn ætla að læra heima. Voru pví skólapiltar als 114, og auk peirra 11, sem læra utanskóla. Kiennaskólarnir, bæði í Reykjavík, Laugalandi og Ytriey, héldust við með góðum krafti, og var námsmeyjatala par lík og áðr. Búnaðarskólarnir, hæði í Ólafsdal, á Hólum og Eyðum, stóðu sem fyrr, og hafa litlar fregnir borizt af peim. Ólafsdals- skólinn er elztr, enda er hann álitinn heztr peirra, af peim er til pekkja. Sunnlendingar hafa og haft í hyggju að koma upp hjá sér búnaðarskóla; lók peim helzt hugr á Hvanneyri í Borg- arfirði; Oddgeir Stephensen, eigandi jarðarinnar, ætlaði að láta suðramtið sitja fyrir kaupum á jörðu pessari 1881, til pess að stofna par búnaðarskóla, enn amtsráðið hafnaði pá hoðinu. Nærsveitamenn jarðarinnar, sem bezt pektu kosti hennar, tóku sig pá saman um að reyna að festa kaup í henni, og fengu peir Björn Bjarnarson húfræðing frá Vatnshorni til pess að festa kaup í jörðinni, og léðu honum jarðir í veð til pess að hann gæti fengið fjárlán úr landssjóði. Björn náði jörðinni keyptri fyrir 15000 krónur; s/slunefnd Borgfirðinga gekk síðan að boði Bjarnar, að selja henni jörðina, á sýslufundi 8. september 1883, fyrir 15000 kr. og 300 kr. í viðhót, er gjalda varð til manna, er áðr höfðu fengið ádrátt um jarðakaupin. |>etta hoð af hendi Bjarnar átti svo að standa næstu 10 ár. Amtsráðið í suður- amtinu leyfði síðan sýslunefndinni að ganga að kaupunum sum- arið 1884. Enn pegar kom til s/slufundar í Borgarfirði í októ- ber pað ár, og gera átti enda á um jarðakaupin við Björn, pá vildi Björn engum boðum taka, og ekkert skifta sér um neitt, og vatt af sér sýslunefndinni og öllum hennar boðum, hver og hvernig »em pau voru. Eftir árslokin var pví tekið til bragðs, að láta petta mál ganga til dóms og laga.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.