Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Blaðsíða 29
HEILSUFAR, SLYSFARIR OG LiT HELDRA FÓLKS 31
á Lambhússundi á Akranesi og var pað jarðað í Reykja-
vik 16. september. Lík hinna fundust einnisi, Larsens vestr í
Miklaholtshreppi. Larsen verzlunarstjóri var 34 ára, danskr
maðr, frá Kaupmannahöfn; hafði hann verið um nokkur ár við
verzlun á Eyrarbakka, og síðan í Reykjavík, og verið ágætlega
látinn af öllum. — 20. júní druknaði Sveinn bóndi á Gufunesi
við annan mann. — 11. september druknuðu 2 menn af báti
á Höfða á Höfðaströnd, og 2 menn íslenzkir fórust í skipatjón-
inu mikla á Eyjafirði, sem áðr er getið. — 12. september
druknuðu tveir menn af bátkríli í Skálavatni við Yeiðivötn
inn af Landmannaafrétti; hétu peir Stefán Guðlögsson frá |>úfu
34 ára, og Eiríkr Jónsson frá Lúnansholti, 20 ára. Voru peir
par með öðrum fleirum við silungsveiðar. — 23. ágúst drukn-
aði einn af lærisveinum Ólafsdalsskólans í sjóbaði. — 30. októ-
ber druknuðu 2 menn af báti í fiskiróðri frá Gróttu á Sel-
tjarnarnesi, þórðr pórðarson við 5. mann. |>rem varð bjargað
af kili. — 14. nóvember hljóp skriða á Hlíðartún í Sökkólfs-
dal í Dölum, og varð að bana öllum, er inni voru, nema einni
stúlku, er fanst með lífi. Sex manns biðu þar bana: hjóniu,
börn peirra prjú og aðkomumaðr, er var par nætrsakir. — 29.
sama mánaðar druknaði maðr á fjörunum í Skilmannahreppi,
Einar Guðmundsson bóndi á Heggstöðum í Andakíl. Hann var
á heimleið úr kaupstað og mun hafa lagzt fyrir kendr, og sjór
fallið yfir hann. J>etta eru 70 manns, einn af 1000 landsbúa,
og er pó ógetið ýmissa smærri slysfara og mannadruknana. sem
ekki hafa borizt ljósar fregnir af.
Prestar peir, er látizt hafa á árinu, eru pessir: pórðr pró-
fastr pórðarson í Reykholti andaðist 13. janúar. Hann var
sonr |>órðar háyfirdómara Jónassens og Margrétar, dóttur Stef-
áns prests Einarssonar á Sauðanesi, og var fæddr par 23. apríl
1825. Hann útskrifaðist úr Reykjaví rskóla 1847, og var síðan
fyrst skrifari hjá Grími amtmanni eitt ár, og síðan hjá Rosen-
örn og Trampe stiptamtmönnum, par til hann vígðist prestr
að Lundi í Borgarfirði 1853. 1856 fekk hann Möðruvalla-
klaustrsbrauð í Eyjafirði, og 1873 fekk hann Reykholt. Árið
eftir, 1874, varð hann prófastr í Borgarfjarðarsýslu, pjónaði