Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 5

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 5
Lðggjöf og land8stfórn. 7 pau vóru sampykt óbreytt eins og þingið 1885 hafði skilið við þau. í báðum deildum vóru settar nefndir í pau, enn pær réðu til að sampykkja pau óbreytt að pessu sinni, prátt fyrir hina konunglegu auglýsingu frá. 2. nóvbr. f. á. Lands- höfðingi hélt sér til hennar fyrir stjórnarinnar hönd (sjá Fr. f. á., bls. 11), enn taldi auk pess ýmsa galla á frumvarpinu, einkanlega ýmsa bága við stöðulögin 2. jan. 1871, svo að pað aldrei mundi verða staðfest. Nokkrar breytingartillögur við pað komu að eins frá einum pingmanni (dr. Grími Thomsen), er var frumvarpinu sampykkur að öðru levti; enn pær vóru allar feldar. Að síðustu greiddu atkvæði í móti pví í neðri deild: dr. Grímur Thomsen og dr. Jónas Jónassen; hann talaði pó ekkert móti frumvarpinu. í efri deild greiddu atkvæði móti pví; allir (4) konungkjörnir pingmenn, er atkvæðis gátu neytt, nema Hallgrímur dómkirkjuprestur Sveinsson, er einnig hafði greitt atkvæði með pví fyrra árið; pó komu engar breytingar- tillögur við pað frá hendi mótmælenda pess í efri deild. A sama hátt gekk fylgilögum stjórnarskipunarlaganna, enn pau vóru; 2. Lög um kosningar til alpingis (hlutfallskosningar um land alt á 12 pingmönnum til efri deildar, enn einfaldar kosn- ingar í 24 kjördæmum á 24 pingmönnum til neðri deildar). 3. Lög um ráðgjafa-ábyrgð. 4. Lög um laun nýrrar landsstjórnar samkvæmt stjórn- skipunarlagafrumvarpinu. (Landsstjóri skyldi fá 15000 kr. árs- laun og leigulausan bústað, hver ráðgjafi 6000 kr. á ári og hver skrifstofustjóri hjá peim 3000 kr. og til skrifstofukostnaðar á ráðgjafaskrifstofunum alt að 8000 kr. árlega). 5. Lög um afnám embætta (landshöfðingja, landritara, landfógeta og amtmanna; »enn fremur skulu versleg störf greind frá biskupsembættinu«. Niðurskipun á störfum pessara embætta var frestað, enn hinni nýju landsstjórn samkvæmt stjórnskipunarlagafrumvarpinu gert að skyldu að »leggja fyrir hið fyrsta reglulega alpingi, er kemur saman eftir að hin endur- skoðuðu stjórnskipunarlög hafa öðlast gildi, frumvarp til laga um skipun framkvæmdar- og umboðsvaldsins«). Staðfesting allra pessara fjögra síðast töldu laga var bundin staðfestingu stjórnskip- unarlaganna, enn 29. sept. félst konungur eftir tillögu ráðgjafans á,

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.