Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 9

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 9
11 Lðggjöf og landnstjóm. peirra verður og lðglegt, ef einhver þjóðkirkjuprestur, sem í embætti er, vígir þau«; pau verða áður að skýra frá trú sinni og í hverjum trúbrögðum börn þeirra skuli uppfræða; »ekki má uppfræða börn í öðrum trúbrögðum enn þeim, er annað- hvort foreldra hefir, eða að öðrum kosti í trú þjóðkirkjunriar*. Enn fremur getur kirkjufélag hér á landi utan þjóðkirkjunnar, er kýs sér prest eða forstöðumann, leitað staðfestingar konungs á kosningunni, og fái það hana, þá »hafa kirkjuleg embættis- verk þau, er sá prestur fremur fyrir utanþjóðkirkjumenn, þar á meðal hjónavígsla, alla hina sömu borgaralegu þýðingu, sem væru þau af þjóðkirkjupresti framin*. Um gjaldskyldu utan- þjóðkirkjumanna er svo ákveðið, að »allir þeir menn, sem eru í einhverju kirkjufélagi utan þjóðkirkjunnar, því er prest hefir eða forstöðumann, er fengið hefir kgl. staðfesting, skulu lausir við gjöld fyrir aukaverk, svo og offur, lambseldi, dags- verk, ljóstoll og lausafjártíund til kirkna og presta þjóðkirkj- unnar. J>eir, sem ekki eru í neinu slíku kirkjufélagi, eru aftur á móti eigi undan þegnir nokkru lögboðnu gjaldi til prests og kirkjuc. 20. L'ng mn friðnn á laksi. Með þeim eru numin úr lögum ákvæðin í Jónsbókar landsleigubálki 56. kap. um veiðar í ám, sem og viðaukalögin 11. maí 1876 um friðun á laksi (sjá Fr. 1875, bls. 30—31). Lög þessi eru til orðin (sbr. Fr. f. á., bls. 31) sökum breytinga þeirra, er orðið hafa á laks- veiðinni hér á landi, síðan laks fór að ganga sem verslunar- vara að mun, í þeim tilgangi að auka laksgeugdina og jafn- framt gera laksveiðina arðsamari og' hagkvæmari, bæði með tvöföldum friðunartíma, þar sem annar nær yfir 9 mánuði á ári, enn veiðitíminn er aðeins 3 mánuðir á sumrin, sem færist þó til eftir þeim reglum, er sýslunefnd setur í héraði hverju, enn hinn er 36 stundir í viku hverri á veiðitímanum eða frá náttmálum á laugardögum til dagmála á mánudögum, og með því, að meiri hluti veiðieigenda í laksgengri á getur nú ráðið því að ganga í félag um veiðina til að koma á meiri friðun enn til er tekið í lögunum og veitt á hentugri hátt og heppi- legri enu áður, meðan hver veiddi út af fyrir sig, þar sem sýslunefndir geta nú sett um það reglugerðir sem um annað, er nauðsyn þykir til bera að kveða skýrara á um, enn í lög-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.