Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Síða 20

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Síða 20
22 Löggjöf og landsstjórn. um þess dráttar, er þessir snúningar höfðu valdið, kom þingmaður ísfirðinga, Sigurður Stefánsson, með fyrirspurn á aukaþinginu um, livernig á honum stæði, enn þá svaraði landshöfðingi því, að bónarbréfið lægi hjá ráðgjafa. Féll það mál svo niður. S. 0. Kjær, cand. pharm., danskur maður, fékk 17. júní konungsleyfí til að reka lyfjaverslun á Seyðisfirði. — Heiðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. veitti landshöfðingi þetta ár J>orkeli dbrm. Jónssyni á Orm- stöðum og Guðbrandi Sturlaugssyni í Hvítadal 160 kr. hvorum fyrir framúrskarandi dugnað í landbúnaði. II. Sainjföngnr. Skipafcrðir og póstgöngur.—Fjallvegabætur.—Málþráður. StrandferðasJcipin þóttu, auk þess sem hafís var þeim til fyrir- stöðu, halda mjög illa ferðaáætlun sína kringum landið, eins og vant er, enda hringluðu þau mjög til með hana: komu ekki við á höfnum, sem þau áttu að koma á, þótt þeim væri það innan handar, hefði góður vilji verið til þess (komu t. d. ekki Skagaströnd í tveim ferðum), mörgum (kaupafólki, skóla- piltum og öðru ferðafólki) til stórtjóns, höfðu hausavíksl á ákveðinni komu sinni á margar hafnir og einu sinni fórust þau þess vegna á mis hvort við annað, svo að flutningsgóss og hréf urðu einni ferð seinni til Khafnar. Annars var mikið um sfcipaferðir um sumarið og fram á haust hæði milli hafna (af skipum frá Koregi og fjárkaupa- og verslunarskipum Skota o. fl.) og milli íslands og útlanda: Skotlands, Danmerkur og Noregs (fiskveiðaskip, er fóru flutningsferðir fyrir íslendinga), og skemti- skip (tvö, frá Skotlandi með rafmagnsljós og frá Frakklandi) komu til Reykjavíkur, eins og títt er, enda kom hingað all- margt af ferðamönnum, einkum enskum, sumum tignum (Hen- rik prins af Bardi og 2 ítalskir greifar með honum). — Frá stjórninni kom 29. okt. auglýsing um, að »böglar, sem senda á millum konungsríkisins og Færevja annars vegar og þeirra póststöðva á íslandi hins vegar, er póstskipin koma við á, mega vega 10 pund í mesta lagi; 5 pund mega böglar vega, sem sendir eru 1 mánuðunum apríl til októher millum kon-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.