Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Qupperneq 33

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Qupperneq 33
Bjargræðisvegir. 35 þar var mönnum »stefnt fyrir 2—4kr.« skuld og »sumir knúð- ir til að skrifa undir harðar skuldhindingar*. Menn urðu því nú að lóga fé um haustið miklu meir enn áður, hæði til að halda lífi. 1 sér og vegna kaupstaðarskuldanna, auk þess sem hinn litli og ódrjúgi heyfengur studdi að því. Fjárverslun Skota (Slimons og Coghills) varð nú þar á ofan verri enn und- anfarin ár; sökum fjártjóns þess, er þeir höfðu beðið fyrra árið, gáfu þeir nú fyrir bestu sauði á suður- og norðurlandi ekki meira enn 14 kr. og fjöldann þar undir, enn í Múlasýslum hæst 17 kr. 50 au., þvíað þar þykir sauðfé vænna. Enn Skotar ráða hér öllu fjársöluverði að heita má, nema að nokkru leyti ekki í Reykjavík. Fyrir hesta (3—8 vetra) gáfu þeir Slimon og Coghill vanalega ekki meir enn 30—50 kr. I þess- um verslunarókjörum leituðu menn nú helst þeirra úrræða, að koma vörupöntunarfélögum á fót; vóru slík félög stofnuð í Múlasýslum og í Dalasýslu og þóttu reynast vel og vonum framar, er miðað var við verslunarúrkosti hér annars; vóru því fleiri sýslufélög eða nokkrir menn að hugsa um að koma slík- um félögum upp hjá sér, t. a. m. einu við Önundarfjörð. Kaup- félagi fingeyinga gekk og vel þetta ár og efldist það töluvert; það var í 20,000 kr. skuld við árs byrjun við erlenda viðskifta- menn, enn losaði sig við hana. |>essi heppni og uppgangur þessara pöntunar- og kaupfélaga stafaði mest af því, að sauða- sala gekk vel á Englandi nú, og að þau fengu útlendar vörur með mun lægra verði enn í verslunum landsins. öll þessi fé- lög kostuðu kapps um að senda sem vænst fé á útlenda mark- aði og enga kind rýra; þannig lét kaupfélag pingeyinga enga kind fara, er minna vó enn 100 pund, og létu pundsverðið hækka um 1% við hvern tug í þyngdinni þar fyrir ofan, og þykir það reynast miklu happasælla og lang-gróðavænlegast. pótti það nú verst við sauðakaup þeirra Slimons og Coghills, og eins margra kaupmanna hér, að ekki væri gerður hæfilegur munur á rýrum og vænum kindum. Alt fyrir það fengu þeir Slimon hér margt fé og náðu nú upp miklu af tjóni því, er þeir biðu í fyrra. Hingað kom nýr fjárkaupmaður frá New- castle þetta ár til að keppa við þá Slimon, Lauritzen að nafni; hafði hann áður haft viðskifti við kaupfélag fingeyinga; mis- 3*

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.