Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 35

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 35
BjargræSisvegír. 37 hafði pví alls 4,934 kr. hagnað. Yerðið á kjötpundinu var annars hjá kaupmönnum í Beykjavík 14—20 au. (seinast) eftir gæð- um og mörpundið 25—28 au., enn hjá kaupmönnum á Akur- eyri og Sauðárkrók 10—14 au. kjötpundið og mörpundið hjá peim 18 au. og gærur frá 1 kr. 25 au. (af dilkum) til 2 kr. 25 au. eftir aldri sauðfjárins. Erlendis fengu kaupmenn enn pá minna fyrir allar íslensk- ar aðalvörur enn undanfarið ár, nema ull, er komst petta ár jafnvel upp í 70 au. og varð ekki minna enn 58 au. og var uppseld um árslokin; lýsi og fiskur varð meira að segja í miklu lægra verði; pannig komst stór saltfiskur á Spáni ofan í 24 kr. skippundið og smár í tæpar 20 kr. og hæst verð á salt- fiski varð 45 kr. (í Khöfn) skpdið. fyrir hnakkakýldan vestfirsk- an saltfisk, og harðfiskur norðlenskur komst jafnvel ofan í 45 kr. skpdið., og hefir eftirsókn eftir harðfiski alt af orðið minni með ári hverju hin síðustu ár, og á norskur harðfiskur (ráskerð- ingur), sem er ódýrri, mestan pátt í pví. J>ó leiddi utanríkis- stjórnin danska athygli verslunarstéttarinnar í Khöfn að pví (23. nóv.), að í Belgíu kynni að geta orðið nýr markaður fyrir íslenskan harðfisk eftirleiðis, enn pangað hefir fiskur verið flutt- ur að eins frá Noregi og Svípjóð. Kaupmenn biðu pví meira og minna tjón á sölu flestra helstu íslenskra vörutegunda, pótt peir gæfu hér minna fyrir pær enn áður. Sökum pessa óefnis var pað, að kaupmenn og útvegsbændur við Faksaflóa fóru að halda fundi til umræðu og samtaka um endurbætur á saltfisks- verkuninni og saltfisksgeymslunni, eins og vikið er á í Fr. f. á (bls. 37). Kvartauir Spánverja yfir íslenskum saltfiski, einkum frá suðurlandi, vóru pær, að hann væri dökkur á lit, illa pveg- inn, illa purkaður, laus í sér og sprunginn. Komu kaupmenn og útvegsbændur sér saman um »reglur um saltfisksverkun« sama efnis og pær, er sampyktar höfðu verið á samkynja fundi 7. des. 1878 og vikið er á í Fr. 1878, hls. 19, enn aldrei hefir fylgt verið að ráði; enn fremur ákváðu peir, að hafa skyldi eiðsvarna fiskimatsmenn með erindisbréfi frá hlutaðeigandi yfir- valdi við móttöku fisksins hjá kaupmönnum, og að allur haust- og vetrarvertíðar-afli skyldi lagður inn hjá kaupmönnum að minsta kosti innan 15. júlí hvers árs, og að kaupmenn gerðu sér far um, að fiskurinn skemdist ekki, úr pví hann væri kom-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.