Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Síða 37

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Síða 37
Bjargræbisvegir. 39 og »söngfólag skólapilta« hélt nokkrúm sinnum. í Ttrieyjar- kvennaskóla og á Akureyri vóru og leiknir sjónleikir, og ef til vill fleiri kaupstöðum, eins og verið hefir stöku sinnum ýmsa undanfarna vetur. — Af öðrum bindindisfélögum er annars ekkert að segja, nema að pau vilja reynast völt og ótrygg. Samt má telja víst, að vínnautn hafi farið mjög minkandi petta ár, og eiga bindindisfélögin góðan pátt í peirri fram- för. VI. Skaðar og slysfarir. Skaðar af skipströndum og eldsvoðum vóru ekki miklir petta ár, pótt livorttveggja kæmi fyrir; strönduðu 5 franskar fiskiskútur um veturinn og fórust allir (10) menn af einni. Aftur á móti urðu allmiklir mannskaðar hér á landi af slysförum, og skulu hér taldar upp pær slysfarir, er heyrst hafa: I jan. (6.) fórst bátur með 4 mönnum á leið úr Stykkis- hólmi undir Jökul. 7. urðu 6 menn úti á austurlandi í roki pví, er að framan er getið (bls. 27), og vóru 3 peirra við fé, enn marga kól; pá fórst og bátur á Norðfirði með 4 mönnum ísl., 1 kvonguðum, er lét eftir sig 7 börn flestöll í ómegð. J>á drukknuðu og 5 Norðmenn af báti, og peir mistu mikið af bát- um og skipabúnaði. í febr. (aðfaranótt hins 4.) hljóp snjófióð á Sævarenda í Fáskrúðsfirði; 4 menn, er sváfu undir lofti, týndu lífi, enn fólk (8), er var á lofti, bjargaðist út um glugg- ana. 21. týndist maður á leið frá Eyrarbakka út á porláks- höfn, drukkinn mjög. I mars (4.) fórst sjómaður úr Húna- vatnssýslu á Svínaskarði 1 Kjós á leið til sjóróðra suður; datt hann ofan í vatnsker í fönn í gili einu, og náðist eigi fyr enn daginn eftir. 13. drukknuðu 2 menn af báti á Seyðisfirði; lét annar, er var kvongaður, eftir sig bláfátæka ekkju og 3 börn. í apríl (7.) rákust á frönsk fiskiskúta og ísl. tólfæringur af Miðnesi í Gullbringusýslu með 18 mönnum, fram undan Mið- nesinu; brotnaði íslenska skipið og drukknaði einn af pví; var Frökkum fremur kent slysið; enn ekki varð pó af skaðabótum

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.