Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Síða 42

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Síða 42
44 Heilsufar og lát heldri manna. stofnaði blaðið »Norðanfara« 1860, er hann hélt úti pangað til í fyrra (um 25 ár; sjá Fr. f. á., bls. 52); sjálfur kom hann sér upp »prentsmiðju (Norðanfara«), er hann vatð að sleppa hinni (1876). Hann ritaði sjálfur fremur lítið í hlað sitt, enn fékk framan af góða og vel hæfa menn til að rita fyrir sig. Hann var kosinn þjóðfundarmaður 1851 fyrir Norðurpingeyjarsýslu og gegndi mörgnm og margvíslegum mikilsvarðandi störfum á Akureyri, par sem hann dvaldi síðan til dauðadags (20. júní). Hann var tvíkvæntur; fyrst; önnu Arnadóttur frá Reistará (f 1866) og síðar Hermannínu Kr. Finnbogadóttur. Daniel dbr.m., hreppstjóri og sýslunefndarmaður Jónsson (bónda Daníelssonar), fæddur á Sveðjustöðum í Miðíirði í des- ember 1821; fór á barnsaldri með móður sinni að þóroddstöð- um í Hrútafirði og var par síðan alla ævi og pótti besti bóndi, félagsmaður og hjálparvættur sinnar sveitar. Hann kvæntist (1848) Valgerði Tómasdóttur frá Broddanesi, enn lét ekkert barn eftir sig á lífi. Hann létst 23. okt. Jón Jónsson (prests Jónssonar prests lærða í Möðrufelli Jóns- sonar) á Æsustöðum í Eyjafirði, góður og gildur bóndi, létst 17. október. Kona hans var Vilborg ljósmóðir Pétursdóttir frá Anastöðum í Hjaltastaðapinghá og lifði hann með 2 dæt- rum. Jón hreppstjóri og hreppsnefndaroddviti Pálmason (bónda Jónssonar), fæddur í Sólheimum í Húnavatnssýslu 10. júlí 1826; ólst upp hjá foreldrum sínum, til pess er hann misti föður sinn (1846), tók pá við bústjórn fyrst með móður sinni í Sól- heimum og síðan (1848) reisti hann par sjálfur bú; þaðan fiuttist hann að Stóradal í sömu sýslu og bjó par síðan til dauðadags (9. okt.); pótti mesti framkvæmdar- og fyrirmyndar- bóndi; hann var kosinn á amtsfundinn á Akureyri 1858 og oftar enn einu sinni á þingvallaíund; liann sat sem varaþing- maður Húnvetninga á aipingi 1863 og 1865. Hann kvongað- ist (1848) Ingibjörgu Salóme porleifsdóttur frá Stóradal; þeirra son þorleifur ritstjóri auk 3 annara barna á lífi.. porsteinn Jónsson, hreppstjóri og alþingismaður, fæddur 11. maí 1840 í Sólheimum í Mýrdal; fluttist til Vestmanna-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.