Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Qupperneq 43

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Qupperneq 43
Heilsufar og lát heldri manna. 45 eyja 1861 og dvaldi þar síðan. Hann sat sem þingmaður Vestmanneyinga á öllum löggjafarpingum vorum, enn lét þar lítið á sér bera, þóað mikið þætti til hans koma í sveitarfélagi hans. Hann kvongaðist (1861) Kristínu Einarsdóttur, ekkju oand. theol. Magnúsar Jónssonar Austmanns og varð þeim eigi harna auðið. Hann létst í íteykjavík 28. ágúst eða 2 dögum eftir að þingi var slitið, enda hafði hann verið lasinn fyrir og um þingtímann, þótt hann að öllum jafnaði sækti þingfundi næstum framúr. Af látnum merkiskonum eru nefndar: Elinborg Pétursdóttir (prófasts Péturssonar frá Víðivöll- um), fædd 1. nóvbr. 1805, ekkja séra Sigurðar Arnórssonar (f 1866), síðast prests að Mælifelli, létst 9. febr. að Sjávurborg hjá syni sínum Pétri kaupmanni Sigurðarsyni. Marie Nikoline Finsen, dóttir Ole Möllers kaupmanns í Reykjavík, fædd 28. apríl 1803, ekkja Ólafs (Hannessonar bisk- ups) Finsens yfirdómara (f 1836), er hún giftist 1820; þeirra börn, er uppkomust: dr. Vilhjálmur hæstaréttardómari, di. Jón stiftslæknir (sjá Pr. f. á., bls. 43—44), Hannes stiftamtmaður í Rúpum, Ole póstmeistari í Reykjavík og frú Valgerður síðari kona Halldórs prófasts Jónssonar á Hofi (f 1881). Hún létst 27. nóvember. Solveig ljósmóðir Pálsdottir (prests Jónssonar »skálda<), fædd í Vestmannaeyjum 8. okt. 1821; nam ljósmóðurfræði í Khöfn og gegndi ljósmóður-embætti í Vestmannaeyjum 1842 —1867, enn síðan í Reykjavík til dauðadags (24. maí); giftist 1845 Mattíasi trésmið Markússyni (fórðarsonar prests á Álfta- mýri) og áttu þau 9 börn, er 7 lifa uppkomin. pórunn PLannesdbttir (biskups Finnssonar), fædd 30. júlí 1794, ekkja Bjarna amtmanns J>orsteinssonar (f 1876), er hún giftist 22 júlí 1821; þeirra synir Árni landfógeti og Stein- grímur skáld, kennari við lærða skólann í Reykjavík; hún létst 28. mars. Hér má og geta láts Jóhönnu Kristíönu Ounnlaugsdótt- ur (sýslumanns Briem frá Grund í Eyjafirði), er fædd var 20. janúar 1806 í Arnarbæli á Fellsströnd; fór 18 ára gömul til

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.