Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Qupperneq 54

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Qupperneq 54
56 íslendingir 1 Vesturheimi. skotið af frakkneska gætsluskipinu minna, er pá lá á höfn- inni. IX. Íslendiiigar í Vesturheimi. Til Vesturheims flutt'ust héðan petta ár um 500 manna, og var mikill ferðahugur pangað 1 mönnum hér á landi og gátu færri komist enn vildu vegna árferðisins; flestir fluttust til Kanada, einkum »J>ingvalla«-nýlendunnar (sjá Fr. f. á., bls. 56), enda höfðu Bandamenn ýfst við innflutningi manna, enn Kanadastjórn tók fegins hendi móti innflytjöndum og sendi hingað sem útflut- nings-fulltrúa sinn íslenskan mann, Baldvin L. Baldvinsson. — Margir Isl. settust petta ár að í Washington Territory í eignum Bandamanna vestur við Kyrrahaf og nokkrir höfðu setst að á eynni Vancouver í Kyrrahaíinu í eignum Breta. Ekki urðu nýbygðir íslendinga fyrir neinu stórtjóni né óskunda petta ár; pó biðu einhverjir peirra í Nýja-Islandi tjón af skógaeldi, er par geisaði í ágúst, og sléttueldur mikill (í október) gerði og víðar íslendingum tjón í Manitoba-fylki. Alls vóru íslendingar í Vesturheimi petta ár taldir um 6000; lifa peir flestir saman i ýmsum nýbygðum til og frá, og í Winnipeg-borg vóru um 1000 Islendingar, enda má par kallast höfuðstöðin. J>ar er fjöl- breyttust atvinna peirra og líf; vóru par 7 íslenskar verslanir petta ár og ein herdeild par (í »Winnipeg Light Infantry«) var skipuð íslenskum mönnum (um40); par eru og félög meðal íslendinga(»Framfara-félag«, »Kvenfélag«, söngfélag og bindindis- félag, stofnað fyrir 2 árum) og eins eru í Dakota ýmis félög. f>ó er ekkert allsherjar-félag til fyrir Islendinga í Vesturheimi, nema »hið evangelska lúterska kirkjufélag«, er komist hafði á árið áður, mest fyrir forgöngu Jóns Bjarnasonar prests í Winnipeg- söfnuði; pó höfðu petta ár ekki nærri allir söfnuðir íslendinga vestra gengið í félag petta. Félagið studdi pó mjög að sunnu- dagaskólum peim, er komnir eru á sumstaðar meðal Islendinga, og pað hélt úti kirkjulegu tímariti, »Sameiningin«, er kom út petta ár (í Winnipeg). Annars feugu Islendingar í Dacota nú nýjan prest ísl., Friðrik J. Bergmann, er lesið hafði guðfræði við háskólann í Kristíaníu í Noregi; enn Hans prestur Thorgrímsen fór frá peim til norsks safnaðar; hafa Islendingar vestra pví alls 2 presta. Blaðið »Leifur« hætti að koma út, enn í hans stað kom út (9. sept.) nýtt blað, »Heimskringla« (íWinnipeg), gefið út af Frímanni B. »Anderson« undir ritstjórn hans og tveggja annara (Einars Hjörleifssonar stúdents og Eggerts Jóhanns- sonar), enn hætti að koma út nálægt jólum sökum fjárskorts o. fl., enda óánægja og óvild mikil gegn pví og ritstjórunum.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.