Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 28
28
8.
Hinn steinninn, sem D. Bruun fann í Hjarðarholti er »Baulu-
steinn« með 4 hliðarflötum, brotinn í tvent um miðjuna Þeg-
brotin eru lögð saman, eru þau bæði 55 centimeter á lengd, og
heíur þó brotnað af steininum til beggja enda og hann verið
lengri áður. Hvort brotið um sig er c. 27‘/s centimeter á lengd.
Breidd flatarins, sem letrið er á, 16 centimeter.
L e t r i ð :
MISH
R á ð n i n g:
biarni • biarna • so(n)
Orðaskil hafa hjer verið táknuð með þripunkti, enn neðsti
punkturinn við önnur orðaskil hefur flaskast úr. A eftir siðustu
rún hefur líka flaskast úr þar sem |J hefur staðið (hjer táknað
með punkti i svigum). Líklega vantar bæði framan og aftan
við letrið.
Rák er hjer eiginlega ekki ofan og neðan við rúnalínuna,
enn rúnameistarinn hefur, áður enn hann birjaði að höggva rún-
irnar, markað sjer til leiðbeiningar með oddhvössu verkfæri linu
af punktum með jöfnu millibili bæði að ofan og neðan, og dreg-
ið síðan rúnastafina milli þessara punkta, þannig að hver höfuð-
stafur endar í punkti að ofan og neðan.