Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Page 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Page 33
Um myndir af gripum í Forn- gripasafninu, Eftir Jón Jakobsson. Ábreiða. (Nr. 3629.) Ábreiða þessi er 2 ál. og 13 þuml. á lengd og 1 al. og 20 þuml. á breidd, hún er úr dökkgrænum, þéttofnum einskeftuvefn- aði, öll útsaumuð í blómstursaum með »allegóriskum« myndum, skrauthliðum og súlum, blöðum og blórastrum, með rauðum, grænum, gulum, ljósbláum og bleikum litum og margskonar millilitum; umhverfis ábreiðuna er breiður bekkur, allur útsaum- aður með margbreytilegum blöðum og blómum, en beggja vegna við bekkinn eru saumaðar beinar randir, frábrugðnar að lit og eru i ytri röndina saumaðir smáteningar. Bekkurinn er breiðari til endanna en á hliðunum; í miðjunni að neðanverðu er í hann saumað höfuð og þar út frá til beggja hliða tvær kynjamyndir með mannsandlitum vængjaðar; í miðjan bekkinn á efri enda á- breiðunnar er einnig saumað andlit inni i milli blaða og blóma. Á jöðrunum er ábreiðan brydd með ofnu bandi, hefir það slitnað af öðrum endanum og annað verið sett i þess stað. Fyrir innan bekkinn liggja 3 reitir þvert yfir ábreiðuna með útsaumuðum myndum. í efsta reitnum til vinstri handar standa 2 myndir. Önnur þeirra er Fides (Trúin) með kross i hægrihendi og kaleik í vinstri, berhöfðuð með uppkembt hár, í skósiðum kirtli rauð- bleikum með löngum ermum, gulum að framan og gullbelti um sig miðja; hún hefir rauða yfirhöfn með gulu fóðri, er hún sveip- ar um sig og upp um vinstri öxl og eru hér klæðafellingar mjög 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.