Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 8
10 10. Isólfstunga. Reykdæla getur, í 24. kap., um ísólfstungu í Bárðardal. Það bæjarnafn er týnt, og heíir Valdimar Asmundarson getið þess til, í nafnaskrá Reykdælu, að það sé Litla-Tunga, og get- ur það nú vel verið. Þó hefir mér dottið annað í hug, sem mér virðist liggja enn beinna við. Næsti bær fyrir sunnan Litlu-Tungu hét Ishóll, hann er nú í eyði. — Hann stóð í tungu, er myndaðist , af Mjóadalsá að vestan, en Fiskiá og Ishólsvatni að austan. Þetta nafn: Ishóll, sýnist mér nokkuð grunsamt. Þar er enginn is, nema þá er vatnið liggur á vetrum, og er slíkt algengt og engin ástæða til að kenna þenna bæ við ís fyrir það, fremur enn svo marga bæi aðra, þar sem vötn eru. Þar á móti sýnist mér það liggja nærri, að úr bæjarnafninu Isólfstunga gæti orðið Ishóll. Hafi t. a. m. vatnið heitið Isólfsvatn, þá heyrist það í skjótum framburði sem Ishólsvatn (eða Isólsvatn), og á sama hátt gat Isólfstunga orðið Isólstunga og úr því Ishólstunga, og svo ekki annað en stytta það í: Ishóll. — Daníel Bruun, höfuðsmaður, getur þess, í fylgiriti við Arbók Fornleifafélags- ins 1898, að hann fann, meðal annars, miklar bæjarrústir við Fiskiá, en nafn þess bæjar var týnt. Það mun varla fjarri að ætla, að þar hafi Isólfstunga staðið í fyrstu, en verið fiutt undan sandfoki upp að vatninu þangað sem Ishóll stóð síðan, og er þá líklegra, að bæjar- nafnið hafi eigi breyzt fyr en eftir flutninginn. 11. Eyðibœir í Þegjandadal. Aðaldalur (eða Aðalreykjadalur) skiftist að innanverðu i 3 arma. Beinasta framhald hans er Reykja- dalur, og er hann vestast; en austast gengur Laxárdaiur suðaustur til Mývatnssveitar. I miðið er Þegjandadaiur og er hann miklu minstur. Hann er allur grösugur og hafa til forna verið í honum 10 bæir, sem nú eru í eyði. Allir voru þeir eign kirknanna á Grenjaðarstað og í Múla, og allir hafa þeir verið lagðir niður til þess, að staðirnir gæti sjálfir notað löndin. Lækur rennur eftir daln- um, er skiftir löndum. Bæirnir fyrir austan hann voru Grenjaðar- staðarkirkjueign og hétu þeir: 1. Hrxsar. 2. Hiísakot (líka nefndur Hlemmiskeið). 3. Bjarnastaðir. 4. Brúar. 5. Brúagerði. 6. Hjalthús. Nú er Grenjaðarstaður einn eftir í Þegjandadal austanmegin lækjar- ins. Vestanmegin hans voru bæirnir Múlakirkjueign og eru þeir nefndir: 1. Einarsstaðir. 2. Bjargakot. 3. Hólkot. 4. Vestra-Holt. Einn bær er enn bygður vestan lækjar og er hjáleiga frá Múla. Hann er vanalega nefndur Kraunastaðir, en sumstaðar Hraunastaðir og enn sumstaðar Kraumastaðir. Menn hafa ekki skilið nafnið, og er það ekki láandi. Mér hefir dottið ein skýringartilraun í hug, og er hún sú: að bærinn hafi upphaflega heitið Krýnastaðir: haft nafn af krýnóttu nauti. En með því að y var fyrrum borið fram sem

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.