Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 10
12
til á túnið. önnur skriða er utanvert við það. Sjá má, að lækur
heíir verið leiddur heim að bænum.
6. Tungufell var austan undir Kambfells-nibbunni: [Kambfell
er múlinn, sem gengur fram milli Timburvalla og Hjaltadals]. Þar
er graslendi, sjást rústir og túngirðing, um 8 dagsláttur. Lind hefir
verið leidd heim á bæjarhól og þar gjört brunnhús yfir hana.
b) Hjaltadalur.
7. Kambféll var vestan undir Kambfellsnibbunni og yzti bær í
Hjaltadalnum austanmegin. Þar er graslendi, en þó allmiklar skrið-
ur. 1818 sprakk jarðvegurinn langs eftir hliðinni fyrir ofan bæinn.
Þó varð eigi af því, að skriðan félli. En með því að búist var við,
að hún félli þó seinna yrði, þá fluttist fólkið þaðan vorið eftir (1819).
Hefir þar ekki bygst síðan. Þó féll skriðan aldrei og greri sprungan
aftur. Rústir sjást vel og tún allstórt, en víða hlaupnar á það skrið-
ur. Engjar voru i mýradrögum; en þær hafa skriður eyðilagt.
8. Bjamasel þar langt inn með hlíðinni er eytt af skriðum.
9. Smáhólasel var inn undir hólaröð, sem þar liggur um þveran
dalinn.
10. Bœjarstœði er kallað innar en í miðjum Hjaltadal að vestan-
verðu. Það er fyrir innan hólana. Er þangað 3 tíma lefetaferð frá
bænum Hjaltadal. Nafn þessa bæjar er týnt. En sögn er, að bærinn
Hjaltadalur hafi verið þar til forna, en síðar verið fluttur þangað
sem hann er nú: utarlega í dalnum að norðanverðu. í Bæjarstæði
sáust rústir fram á 19. öld. Þá var það eitt vor, að Árni Dínusson
bóndi í Hjaltadal fór með 2 dætur sínar inn á dal að tína fjalla-
grös. Tjölduðu þau í rústunum í Bæjarstæði og ætiuðu að dvelja
þar nokkra daga. Og til þess að geta lesið húslestur á sunnudag-
inn, hafði Árni með sér húslestrarbækur og vóru þær varðveittar í
keraldi. Á sunnudagsnóttina gjörði ákaft regn og tóku skriður að
falla. Tóku þau það ráð, að halda heim snemma á sunnudags-
morguninn, en létu tjaldið og farangurinn vera eftir í rústunum.
Þá er þau komu þar er Heimastaklif heitir, féll skriða fyrir utan
klifið og voru þau þar tept. Eftir nokkra stund bar þar að 'smala-
mann, er Grímur hét. Hann vóð skriðuaurinn upp fyrir hné og komst
til þeirra. Síðan tókst þeim Árna að koma stúlkunum yfir skriðuna
og gengu síðan heim. Hestarnir voru eftir, og höfðu þau sprett af
þeim og lagt reiðtýgin afsíðis. Litlu síðar kom skriða, sem stefndi á
hestana; en hún klofnaði, og stóðu þeir á geiranum heilir; en reið-
týgin fórust. Þá er fært þótti, fór Árni að vitja um farangur sinn i
Bæjarstæði. En þá hafði skriða tekið burt rústirnar með öllu sam-