Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 11
13
an. Bæjarstæði er því horfið. En þó sér þar á túngarðsspotta á
einum stað. Á báðum jöðrum skriðunnar höfðu myndast rastir af
skógviði, sem hún hafði rifið með sér. I þeim röstum fundust ýms-
ir munir úr farangri Árna; en alt var það ónýtt nema keraldið,
sem bækurnar voru í: það hafði orðið léttast fyrir af öllu og kast-
ast heilt út röstina. Þar fanst það með bókunum óskemdum.
[Dínus, faðir Árna, bjó í Hjaltadal á undan honum. Hann var
svo mikill vexti, að hann bar höfuð yfir alla menn aðra á Hálsþingi.
0g eftir því var hann sterkur, hraustur og heilsugóður. Hann komst
yfir tírætt. Eg get þessa, þó að það komi ekki málinu við].
Á leiðinni milli Hjaltadals og Bæjarstæðis sjást á tveim stöðum
kvíatóftir. Þar munu hafa verið sel, en að líkindum engir bæir.
11. Steinagerði hefir heitið smákot víð landamerkin milli Hjalta-
dals og Snæbjarnarstaða. — Sá bær er í mynni Hjaltadals að vest-
anverðu. Lítil rúst sést í Steinagerði og lítil túngirðing. En læk
hefir verið veitt heim til bæjar.
c) Bleiksmýrardalur.
12. Klaufarkot telst með Bleiksmýrardal, þó það væri raunar
ekki í dalnum sjálfum. Bærinn Tunga, sem enn er bygður, stendur
í mynni dalsins austanmegin og á land austur með múlanum, sem
skilur Bleiksmýrardal og Hjaltadal. En þar hefir kotið staðið undir
klauf, sem gengur upp í múlann, nál. mitt milli dalanna. Þar sjást
rústir á 2 stöðum. En um aðrar af þeim er sú sögn, að þær séu eftir
fjárhús, sem Sveinn ríki á Illugastöðum hafi átt þar. Sér og fyrir
fjárréttinni, sem hann á að hafa rekið féð í.
13. Tungusel er í Tungulandi inn í dalnum. Ovíst er hvort
þar var bær.
14. Grœnutóftir heita langt suður í dalnum. Er einnig óvíst
hvort þar hefir verið annað en sel. Þar nálægt heitir Halldórs-
hvammur og sést þar lítil tóft. En svo stendur á henni, að Hall-
dór, sem bjó í Tungu fyrir og um 1784, gjörði sér þar viðlegukofa
til kolagerðar.
15. Bleiksmýri er mjög langt suður í dalnum austanmegin. Þar
er helzt nokkurt undirlendi Það er grösug mýrarspilda, en þó
spilt af skriðum. Skamt utar lét maður sá, er Höskuldur hét, mæla
sér út túnstæði, 12 eyrisvelli, á þeim stað, er helzt þótti óhætt fyrir
skriðum. Þá voi’u þeir uppi Björn í Lundi og Kristján á Illuga-
stöðum. Þeir sýndu II. fram á, að eigi væri þar byggjandi fyrir
vegleysum og svo langt frá bygð. Hann hætti svo við það.