Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 12
14 16. Svartdrdalur gengur suðaustur af Bleiksmýrardal mjög inn- arlega. Eigi er hann hér talinn af því, að þar hafi bær verið, held- ur af því að þar er steinn, sem kallaður er altari. Það er blágrýtis- bjarg, aflangt-teningsmyndað. Sá flöturinn, sem hann stendur á, er talsvert mjórri en sá, er upp veit, og er steinninn því inn undir sig á báðar hliðar; að ofan líkist hann sléttu borði. Þótti fyrri mönn- um hann merkilegur. 17. SandaJcot heitir norðanmegin í dalnum, litlu utar en á móts við Svartárdal. Engar eru þar bygðamenjar nema nafnið eitt. 18. Flausturbalar heita nálægt miðju dalsins norðanmegin.. Þar sér til rústa á 3 stöðum, en tún hafa skriður hulið. Sagt er, að á einum bæ þar hafi verið 24 hurðir á járnum og að þar hafl verið kirkja. En áin hefir brotið framan af bölunum, og halda menn, að kirkjustæðið sé af brotið. 19. Vindhólar heita spölkorni fyrir utan Flausturbala. Eigi er þess getið, að þar hafi bær verið. En þeir eru merkisstaður vegna þess, að þar gekk úti Vindur, víghestur Sigmundar á Garðsá, og þar var hestum att í síðasta sinn hér á landi. (Sjá Árbækur Espólíns VI, 21). Sjást þar 2 fornir garðar neðan frá upp að fjalli. Þar upp frá eru skriðuhólar miklir, er hlaupið hafa úr fjallinu. Er þar skál eftir djúp og víðlend. Hún er grösug og í henni góð hestaganga. Litlu utar eru hólarnir lægri og ganga ofan að ánni. Þar sést á einum stað dálítil rústabunga. En ekki er henni nafn gefið og engin sögn er um hana. — Spölkorni fyrir utan Vindhóla gengur dalur af Bleiksmýrardal til suðvesturs og er þaðan skarð yfir í Garðsárdal í Eyjafirði. Það heitir Gönguskarð, og dalurinn Skarðsdalur og áin, sem um hann rennur, Skarðsá. Hún rennur í Bleiksmýrardalsána. Að henni nær nú land jarðarinnar Reykja í Fnjóskadal. Sá bær stendur utan til við mynni Bleiksmýrardals norðanmegin. Milli Reykja og Skarðsár hafa verið bæir: 20. SJcarðssel stóð við Skarðsá að utanverðu. Sá bær átti mikið land á norðanverðum Skarðsdal og upp á Gönguskarð gegnt Garðs- árdal. Rústir sáust þar allmiklar fram á daga þeirra manna, sem nú lifa og man Guðmundur Davíðsson vel eftir þeim. Þær voru á sléttri grund við ána. En nú hefir hún brotið grundina af að vestan. 21. Smiðjusel var nokkru utar lijá gljúfragili, er Smiðjugil heit- ir. Ur því gili hefir skriða borist yfir sléttu þá, sem rústirnar hafa verið á og túnið. Er sú skriða ærið breið. 22. Fardísartóftir heita fyrir utan skriðuna og sér þar til rústa. En eigi eru þær svo glöggar, að með vissu sjáist hvort þar hefir verið bær eða sel.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.