Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 15
 17 melgras, heldur bygg, sem fornmenn ræktuðu í ökrum sínum. Aðrir ætla, að akurinn sé nú hulinn undir skriðubreiðu þeirri hinni miklu, sem áin (Syðri-Þverá) hefir borið þar fram á sléttlendið. En þess er að gæta, að jafnan völdu menn ökrum stað þar, sem skjól var fyrir norðanvindi; en ekkert slíkt skjól hefir verið þar, sem skriðan er. Það er að eins einn staður þar í nánd, sem má teljast líklegur staður fyrir akur. Sunnan í túninu er brött brekka og neðan undir henni móablettur, um dagslátta að stærð. Þóttist eg næstum viss um, að þar hefði Vitazgjafi verið og gat þess við Stefán bónda Jóns- son á Munka-Þverá, sem fylgdi mér víða og fræddi mig um margt. Hann kvað föður sinn, sem var orðlagður vitmaður, hafa verið á sama máli. Raunar virðist sagan mæla á móti þessu, er hún segir (i 8. k.): »Síðan reið hann suðr yfir ána. En er hann kom til akrsins« . . . Það er eins og akurinn hafi verið fyrir sunnan ána. En svo mun eiga að skilja það, að söguritarinn vill taka það fram, að Glúmur fór áleíðis til Hóla. Því verður honum það, að segja fyr það er síðar varð. Hrísateigur mun þar á móti vera hulimr undir áðurnefndri skriðubreiðu. Má ráða það af sögunni, að fundurinn hafi orðið niðri á láglendinu. Esphælingar voru á heimleið frá Uppsölum og voru komnir svo langt ofan eftir, að þeir sáust frá (Munka-)Þverá. Sagan er stuttorð; hún segir svo: »Esphælingar riðu yfir ána (= Þverá; þeir hafa verið komnir ofan fyrir hana) ok ætluðu yfir. (Eyjafjarðará) at Kvarnárvaði«. Kvarná er lækur, sem fellur i Eyjafjarðará utan vert við Espihól og er þar vað. Stefnan þangað frá Uppsölum ligg- ur yfir skriðuna. Glúmur hefir orðið að veita þeim eftirför. Enda sýnir sagan að svo hefir verið; hún segir með berum orðum: »Síðan rann Glúmr ór garði eftir þeim«. Og öll frásögnin verður eðlileg, ef maður hugsar sér Hrísateig þar niður frá. En hugsi maður sér hann uppi á milli Þverár og Uppsala — sem sumir hafa gjört — þá verður hún alveg óskiljanleg. Viðreign Glúms og Slcútu (Gl. 16. k.; Reykd. 26. k.). Frá þeim atburðum segja báðar sögurnar nær með sömu orðum, svo að annað- hvort hefir sami maður ritað þær báðar, eða að annar hefir haft rit hins fyrir sér. Stuttlega er þar frá sagt, sem víðar, og verður að lýsa nokkuð landslagi til þess, að frásögnin verði ókunnugum ljós. Ain, Þverá, kemur beint austan úr fjalli og liggur sunnan við túnið á Munka-Þverá. Hún rennur víðast í gljúfrum (Þverárgilinu); þó má á vissum stöQum ríða yfir hana. Svo sem stekkjarvegi fyrir ofan láglendi kemur Mjaðmá í hana suðaustan úr Mjaðmárdal og rennur hún í gljúfragili. Mjaðmárdalur gengur suðaustur í fjallið og 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.