Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 19
 21 Svarfdœlagróf heitir fyrir utan Möðruvelli. Þar er sagt, að í fornöld hafi orðið bardagi milJi Svarfdæla og Hörgdæla, hafi Hörg- dælum veitt betur, og hafi Steinrauður hinn rammi verið fyrir þeim. Þar nálægt heitir Beinalág. Þar hefir blásið og hafa komið upp mannabein. Líka er sagt að Hörgdælir hafi barist við Skagfirðinga á Hörgárdalsheiði og veitt betur. Þar heita Rústir. Þær eru þó ekki mannaverk. Þessar sagnir eiga að vera hafðar eftir Hörgdæla- sögu, sem sagt er að til hafi verið fram á 19. öld, og er haft eftir Olafi Thorarensen í Skjaldarvík, að afi hans, Stefán amtmaður, hafi átt hana. Nú vita menn ekki um hana. Bœrinn í Lönguhlíð, þar sem önundur var brendur inni, er eigi sá, sem nú heitir í Lönguhlíð, heidur sá, er nú heitir á Skriðu. Þar hefir bygðin iagst niður um hríð, eftir að skriðuhlaupið 1390 hafði eytt bæinn og drepið Rafn lögmann Bótólfsson og alt fólk hans. Þá hafði bærinn staðið nokkru vestar á tuninu, þar nálægt sem nú eru fjárhúsin. Bak við fjárhúsin er ísaldarsteinn mikili, sem sagt er að skriðan hafi borið ofan úr fjalli og hafl kona Rafns lögmanns orðið undir honum; hafl hönd hennar staðið út undan honum og fundist er leitað var. Svo er að sjá, sem skriðan hafi eigi hlaupið beint ofan, heldur beygt austur á við og þannig lent á bænum. Annars er hún nú svo niðursokkin og uppgróin, að hún verður varla greind frá öðrum eldri skriðum, sem þar hafa fallið, sumar ef til vill áður en landið bygðist. Þá er bærinn var bygður upp aftur, hefir hon- um verið geflð nafnið Skriða. Bærinn, sem nú heitir í Lönguhlíð, mun upphaflega vera bygður úr landi höfuðbólsins Lönguhlíðar og því haldið nafninu. I Oxnahólslandi, nálægt landamerkjum milli öxnahóls og Bark- ár, er dálítil girðing, kringlótt að mestu; en nú hefir Hörgá brotið neðan af henni. Girðingin heitir Lögrétta. Þar er sagt að verið hafi þriggja hreppa þingstaður: Arnarnesshrepps, Glæsibæjarhrepps og Skriðuhrepps. Búðanes heitir bær í innanverðum Hörgárdal. Þar myndar Hörgá sem nes, er heitír Búðanes. I því eru 3 tóftír svo fornar, að eigi slær á þær grænum lit. Nafnið bendir til þess, að það séu búðatóftir, og getur þá varla verið um annað að ræða en þingbúðir. Þar heflr þá líklega verið goðorðsþing eftir landnámstíð. Slík þing héldu ýmsir goðorðsmenn, hver hjá sér, meðan hér var engin félags- skipun ákomin. I Myrkárdal sér skriðu mikla, gamla og uppgróna, og á einum stað sér rústarbrot út undan henni. Mun það vera skriða sú er

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.