Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 23
25 helzt í nánd við bæinn. Er þess oft getið, að maður var fluttur heim og heygður þar, þó hann dæi annarsstaðar. 2. lilfsstaðir. Svo segir Landn. III, 8.: »Maðr hét Hjálmólfr, er land nam um Blönduhlíð«. Um bústað hans er ekki getið. En sé gengið út frá því, að maðurinn hafi heitið Úlfr réttu nafni, en kendur við hjálm og því orði skeytt framan við nafnið (sbr. Hjör- Leifr o. fl.), þá verður það líklegt, að hann sé sami maðurinn og Úlfr á Úlfsstöðum, sem Landn. getur ekki, en hefir þó líklega verið landnámsmaður. — Haugur Úlfs er sýndur stuttum spöl suður frá bænum á Úlfsstöðum. Eigi hreifði eg við honum, virtist hann enda vera líkari skriðuþúst en haugi. 3. A Örlygsstöðum og þar um kring athugaði eg hvernig lýs- ingu Sigurðar Vigfússonar bæri heim við landslagið. Hafði eg ekk- ert þar við að athuga, nema ef vera skyldi það, að rústin í örlygs- staða-gerðinu er meiri ummáls en svo, að hún geti verið eftir eitt sauðahús. Hún heflr nægilegt ummál til þess að vera eftir lítinn bæ, sem nafnið líka sýnir að þar hefir verið á sínum tíma, þó hvorki hafi það verið stórt býli né staðið lengi. Eins og S. V. tekur fram, er tóftin mjög óglögg og ekki hægt að lýsa lögun hennar. Þó þótt- ist eg geta ráðið í hvar sauðahúsið hefði verið sett ofan á hina eldri rúst, án þess þó að treysta mér til að lýsa því. Enda stendur það á engu. — Séra Björn Jónsson á Miklabæ benti mér á það, að »grjót- hörgurinn«, þar sem Kolbeinn Sighvatsson og meginflóttinn nam staðar, muni hafa verið Miklabæjarborg, sem er suttum spöl fyrir ofan tún á Miklabæ. Þangað er að vísu kippkorn frá Örlygsstöðum. En þeir voru líka lagðir á flótta, og þess vegna eigi líklegir til að nema staðar fyr en þeir voru komnir á þann stað, þar sem þeim var óhætt i bráð. Og á Miklabæjarborg var betra til varnar, ef þvi var að skifta, heldur en nokkursstaðar nær Örlygsstöðum. Og þaðan var hægt að ná til kirkju á Miklabæ, áður en hinir kæmist á milli. Og þess neyttu þeir. En hefðu þeir staðnæmst á öðrum »grjóthörg« sunnar, þá áttu þeir eigi jafnvíst að ná til kirkjunnar. Þeir gátu búist við að verða umkringdir áður. IV. Húnavatnssýsla. Þingeyra-þingstaður. í Árbók Fornleifafélagsins 1895 leiddi eg rök að þvi, að Þingeyra-þingstaður hefði verið þar, sem nú er bærinn 4 /

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.