Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Síða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Síða 31
33 5. Á Hjálmsstöðum i Laugardal var graflð fyrir hlöðu vorið 1904, 2 ál. niður urðu fyrir tveir stöplar af hvítgráu efni, deigu, sem dökknaði og molnaði er það þornaði. Ekkert fannst þar annað. Og engar hleðslur sáust nærri stöplunum. En nokkru fjær, nær bæjarröndinni varð fyrir eins og hruninn veggur. Þar var líka tals- vert af viðarkolum. 6. f Ossabœ. Jón bóndi Einarsson í Ossabæ (Vorsabæ) á Skeið- um bygði heyhlöðu vorið 1904. Nál. 2 ál. undir yfirborði fundust leifar af 2 kerjum og svo sem 1 fet á milli. Þau voru mjög fúin, en héldu sér þó neðantil. Annað þeirra var ein al. í þvermál, hitt 1 al. og 4 þml. Þau höfðu verið trégirð og gjörla sást fyrir lögg- um. í öðru voru ýmskonar beinaleifar, líklega súrmeti. í hinu var hvít leðja (súrmjólk?) moldarblandin, og hafði hún runnið út í moldina í kring. Leit næstum út fyrir, að rof hefði fallið ofani ker- ið og við það hefði gusast út úr því. Steinar voru undir kerjunum og utanmeð þeim að neðan, og voru þeir hvítlitaðir af leðjunni. Þar nálægt voru hleðsluleifar, sem litu út fyrir að hafa hrunið. Nokkru fjær fundust aflöguð hlóð. Hér og hvar fannst aska og enda brendir raftar og á einum stað var breitt lag af kolum og bröndum. Manni dettur í hug, að bærinn hafi hrunið í jarðskjálfta, við það kviknað í hlóðunum og ræfrið brunnið. Gólfskán var þar afarþykk í mörgum lögum. Veggir virtust hafa legið í austur og vestur (nú snýr bærinn nál. í suður). Á einum stað var hellulagt gólf á litlum bletti og var nál. á sömu hæð og gólfskánin. Gátu það verið bæj- ardyr og legið gegnum suðurhliðvegg. Eigi fundust munir, utan 2 litlir steinbollár, sem J. E. ætlar forngripasafninu. 7. Á Birnustöðum á Skeiðum var vorið 1904 bygð hlaða í bæj- arröndinni þar, sem smiðja var áður. Þá er komið var svo sem 2 ál. djúpt undir smiðjugólfið, varð fyrir í moldinni gráleitur hringur, sporeskjulagður, eða sem næst lx/2 al. á lengri veginn og 1 al. á þverveginn. Það var nál. 5 ál. frá bæjarröndinni. Grafið var nið- ur með hringnum og niðurfyrir hann. Var hann sem stöpull, þver- beinn niður og að neðan var sem flatur botn af sama efni. Þannig myndaði stöpullinn sem Tcer. Holið innaní þessu einkennilega keri mjókkaði niðureftir og var neðst óreglulega kúpumyndað. Það var fullt af rofamold og hafði hún ekki tekið neinni litarbreytingu af hinu gráa efni, sem utanum hana var. Þá er hið gráa efni þorn- aði, féll það sundur í kekki en breytti ekki lit, enda var ekkert af því geymt og fór það allt samanvið moldina. Ekki var stöpnllinn heldur mældur, en ætlast var á, að hann hefði verið nál. 2 ál. á hæð (og að vídd H/aXl al., sem fyr er sagt). Svo sem rúmri alin ö

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.