Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Síða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Síða 32
34 norðar (o: lengra inn frá bæjarröndinni) yarð fyrir niðurhrunið hleðslugrjót úr vegg, sem þar lá þvert fyrir, og var fyrir hvorugan endann grafið. Þar var dálítið af viðarkolum á dreif; en ekki fannst þar neitt annað. Allir þessir fornleifafundir sýna það, að bæirnir hafa hrunið, að fólk hefir ekki getað bjargað úr þeim þungavöru, að þeir hafa eigi verið bygðir strax aftur eða sömu tóftir notaðar, heldur að síðar hafa nýir bæir verið settir ofaná rústirnar. Þetta bendir á stórkostlega atburði, og um það liggja tvær til- gátur fyrir: Svartidauði eða landskjálfti. Séu þessar leifar frá Svartadauða, verður að hugsa sér, að á þessum bæjum hafi alt fólk dáið, þeir svo staðið auðir, fallið af fúa og elli, rústirnar gróið og jafnast og loks, þá er fólkið fjölgaði aftur, hafi nýir bæir verið reistir á rústum hinna gömlu. Þetta getur alt verið. Þó er líklegt, að þá hefði fleira orðið eftir í bæjunum en þungavaran (kerin) ein, og að þá hefði leifar af ýmsum öðrum mun- um fundist í rústunum. Eða: ef eftirlifandi fólk á nágrannabæjum hefði hirt ait lauslegt úr auðu bæjunum, þá mundi það einnig hafa hirt og notað matarleifar (skyr og spað og súrmeti) sem þar var að finna. Og hvað spað snertir, er hæpið, að menn hafi á 14. öld saltað kjöt til geymslu hér á landi. Það var alment reykt; en hvergi hefir neitt fundist er bendi á bein úr hangikjöti, og hefðu þau þó eigi haldið sér miður. Og að öllu öðru sleptu, þá ætti slík- ir fundir, ef þeir eru frá Svartadauða, að finnast um alt land. En þeirra er þó ekki getið nema á landskjálftasvæðinu. Hafi bæirnir hrunið í landskjálfta, þá verður að hugsa sér, að fólkið hafi flúið úr þeim og getað bjargað öllum léttari munum. En að það, sem þyngra var en svo, að bjargað yrði, hafi spilzt svo, að ekki hafi þótt tiltök að grafa það upp úr rústunum. Enda nokkuð frá liðið þá, er menn voguðu að byggja upp aftur. En langur tími mun það ekki hafa þurft að vera til þess, að menn bygði ofaná eldri rústirnar, því það sést víða, að slíkt hefir verið talsvert al- menn venja; það sýnir t. a. m, Alviðrufundurinn hér að framan, og á þann hátt hafa myndast rústabungurnar, sem eigi eru allsjaldgæf- ar. Sumstaðar sýnist sem húsin hafi hrapað snögglega, t. d. í Ossa- bæ, þar sem hlóðin höfðu aflagast og eldurinn úr þeim að líkindum brent þekjuna. Og á Birnustöðum bendir það fremur til þess, að þekjan hafi hrapað, en að hún hafi sígið, að stykki úr henni hefir fallið ofaní skyrkerið og myndað aflanga holu ofaní skyrið. — Það

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.