Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 39
41 feingenn til að svara, og gegna brogðum kalls. Þegar Sr Þorsteinn átte að berast úr baðstofunne út karldyr, liet Sr Jon rífa niður bað- stofu-gaflenn, og færa hann þar út, Sr Þorsteinn liet klæða sig og setia uppá gráan hest, sem hann átte bað leiða hann under sier kríngum staðenn. Það liet Sr Jón ecke epter honum, en liet leiða hestenn kríngum utekofa einn. Hann brann upp að biörtu bále skömmu síðar, og vissu menn eingen efne til þess. Þá hann var fluttur úr Garðe á skipe inn í Hafnarfiörð linte alldrei þann dag skruggum og eldíngum, frá því hann var borenn á skipsfiöl og af henne aptur um kvoldeð. Kona’hans var Guðrún dotter Biörns Tumasonar í Skildínganese. Biuggu þaug epter það á eignar-jörð sinne Setberge við Hafnarfiörð. Sr Þorsteinn dó Ao 1675. Hans grafskriftt nógu metnaðarsama, er hann giörðe sier sialfum, má lesa á legsteine yfer honum i Garða kyrkiu garðe so látande: D : 0 : M : S : Thorstenus jacet hic Biörnonis filius, ille flos patriæ antiqva Magnus in historia Antiqvæ historiæ vos hev lugete lepores Vestro mortuus est ille vir exitio. vivit annos Lxiii Moritur anno oo D. c. Lxxv reqviescat in pace. P: C: M: Do: G: B: F: Börn Sr Þorsteins og Guðrúnar vóru: 1° Jón dó barnlaus. 2° Þóra, mentuð af Föðurnum í Reikníngskunst og öðru fleira« —; kem- ur svo meira um hana. Þorsteinn prestur heflr ort fleira en þessa grafskrift sina; hann var eitt af helztu latínuskáldum íslands á 17. öldinni. í Árnasafni (A. M. 703, 4to) er enn til kvæðasafn eftir hann, sem kallað hefir verið »Noctes Setbergenses« (Setbergsnætur) og mun það nafn sprott- ið af upphafsorði fyrsta kvæðisins. Alls eru kvæðin 7, öll á latínu og með sama bragarhætti og grafskriftin, en fremur langt hvert kvæði (3. kvæðið er t. d. 238 tvíyrðíngar), — kvæðasafnið eru þétt- skrifuð 20 blöð. 1. kvæðið er: »De principiis rerum eorumque elementis et de rebus quibusdam inde elementatis« (Um sköpun heimsins og tilveruna). 2. kvæðið er: »Secundus tractatus, de geniis qui alfi vulgo dicuntur« (um álfa). 3. kvæðið er: »Tertius tractatus, de hominibus lynceis« (um skygna menn). Svo kemur »Cronologia naturalis mundi duobus tractibus comprehensa« (tímatal heimsins í tveim kvæðum) og er fyrra kvæðið (4.) »Tractatus gene- ralis, de vero fundamento et ratione seculi et omni mundi existendi*, en hið síðara (5.) er »Tractatus specialis, de revolutione et concursu seculorum, observatis 1672«. 6. kvæðið er «Computus solstitialis, ostendens quare, quomodo et quantum solstitia singulis annis, certis 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.