Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Page 40
42
temporibus et diversis seculis a mundi principio per 5852 annos
usque ad annum salutis 1671 retrocesserunt« (um sólstöður). Síðasta
kvæðið (7.) er »Memoria judicis avari et iniqui« (Minning ágjarns
og óréttláts dómara) og undir því er svo fangamark séra Þorsteins.
Það var árið 1660 að séra Þorsteinn varð að fara frá Utskálum.
Flutti hann þá þegar að Setbergi fyrir ofan Hafnarfjörð og lifði þar
þau 15 ár, er eftir voru æfinnar. Af innganginum að kvæðum hans
má sjá, að hann hefir reynt að stytta sér »hið leiða líf« (»pertæsam
vitam«) með því að fást við að yrkja, og eftir því sem segir í
Árb. Espólíns1) hefir hann látið »lesa sér til skemtunar síðan, er
voru i mörg hindurvitni«. Þorsteinn hefir fengið þann orðróm á sig,
að hann væri göldróttur og bendir það helzt á, að hann hafi verið
víða heima; enda bera kvæði hans vott um margs konar lærdóm
hans og hefir hann sjálfsagt verið í Skálholtsskóla áður en hann
vígðist að Útskálum. í grafskrift sinni getur hann einskis annars
um sig, en að hann hafi verið vel að sér í fornaldarsögu íslands og
hefir hann án efa getað sagt það með sanni, eftir þvi sem þá gerð-
ist. Fróðleik séra Þorsteins má nokkuð ráða af því, að hann átti
sögubók eina mjög stóra, í arkarbroti. Á hana hafði hann látið
skrifa ýmsar sögur, nefnil. ágrip af Sturlunga sögu, 17 íslendinga-
sögur, Hungurvöku og 5 biskupasögur aðrar, um 15 riddarasögur o.
fl. Þetta mikla handrit fekk Sigurður Björnsson lögmaður eftir séra
Þorstein. Síðan komst Árni Magnússon yfir það og skifti því sund-
ur í margar bækur eftir efni og eru þær nú í safni hans2). Á aðra
lét séra Þorsteinn Pál Sveinsson skrifara sinn rita Völsunga sögu,
Ragnars sögu loðbrókar og Krákumál, og er sú bók nú nr. 2 í ark-
arbroti i Árnasafni.
Nr. 6. Vilborg Sugurðardóttir. f 1680.
Steinn þessi er burstmyndaður að ofan, 99 sm. að lengd um
miðju, 81 sm. á aðra lilið, en ekki nema 74 sm. á hina, því að
kvarnast hefir af; 50 sm. að breidd, um 13 sm. að þykt. Stafirnir
3Va—4Va sm. að hæð. Á burstinni er engilsmynd með stórum út-
breiddum vængjum; strik er utan um. Einnig er einfalt strik utan
um letrið og neðst á steininum; fyrir utan strikið eru 2 litlir hringir.
*) VII. D. bls. 24—25. er sagt „frá Þorsteini presti“.
’) Það eru handritin 121, 158, 181 a—b og k—1 og 204, öll i arkarbroti, 326 c
og 588 q (afskrift), bæði í 4-bl. broti. Sbr. handritaskrá safnsins.