Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1906, Qupperneq 47
49 WELÆRVÆRDIG: í 3.-4. 1. er fyrir WELÆRVÆRDIGE. H' fyrir HERR. OLAVER PETERS0N í 5.—6.1. er danskað úr Ólafur Pétursson, og GLAUMBAy úr Glaumbœ. A= fyrir Anno. APOCAL: í 17. 1. fyrir Apocalypse (þ. e. opinberun, Jóhannesar). V í 17. 1. og 23. 1. fyrir Vers. CANT: i 23. 1. fyrir CANTUS (cantorum, þ. e. Ljóðaljóð eða »Lofkvæði Salomons«). A íslenzku hljóðar þetta svo: »Hér undir hvílir í drotni hinn velæruverðugi nú sæli herra Ólafur Pótursson, fyrrum sóknarprestur í Glaumbæ og síðan hér á staðnum, prófastur í þessu héraði, sem lifði mjög guðrækilega í embætti sínu og andaðist kristilega 2. júlí 1719 á 59. aldursári sínu. Opinb. 14. v. 13: Sælir eru hinir dánu, sem deyja í drotni. Andinn segir og, að þeir skuli hvílast eftir erfiði sitt. Ljóðalj. 6. v. 3: Minn vinur er minn og jeg er hans«. Séra Jón prófastur Halldórsson skýrir svo frá séra Ólafi í Yfirf. Skálholtsst., bls. 208—9: »Sr Ólafur sonur Sr Peturs norður á Ups- um Jonssonar prests á Tiörn Guðmundssonar1) og Solveigar dottur Sr Jóns Eigilssonar á Völlum í Svarfaðardal, var fyrst þienare byskups M. Jóns Vigfússonar á Hólum síðan skrifare amtmans Mullers, gifttest þíónustustúku á Bessastöðum Holsteinskre að ætt Magretu Elizabeth Bojens, og þá veitte amtmaður honum fyrst Glaumbæ fyrer norðann. En á hans fyrsta áre þar dó Sr Brinjólf- ur í Görðum, og epter bón Sr Ólafs, veitte amtmaður honum Garða stað, so Sr Ólafur flutte sig til Garða Ao 1697 (mun rangt, eiga að vera 1694, eða 5)a) en árenu epter varð hann að sleppa kallinu við Sr Jón Þorkelsson, bió þó í Sóknenne og fieek síðann Garða-stað aptur Ao 1699. Sagðe það af sier aptur Ao 1708. Hann dó under al- þíng Ao 1719, átte epter eina dóttur heilsuveika. Dó hún skömmu síðar«. í fyrra hluta þessarar ritgerðar, Árh. 1904, hls. 33—40, eru nokkrar prentvillur og fráhrugðnir stafir ekki prentaðir rétt: hls. 35, 7. 1. og 36, 13. 1. eru hin saman- dregnu pé (P) prentuð IP fyrir 1P; hls. 36, 1. 2 er SKA f. SRA, s. 37, 1. 30 hvilir f. hvíler og Nicholds i. Nichulds; s. 39, 2. og 11. 1. TT f. TT, 20. 1. œrligur f. œrlegur. ') Séra Jón á Tjörn i Svarfaðardal er sagður Gunnarsson i Prestatali Sv. N., hls. 175. *) Líklega athugasemd afskrifarans, séra Jóns Ketilssonar. 7

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.