Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 1
Rannsókn
i Vestmannaeyjum sumarið 1906.
Eftir
Brynjúlf Jónsson.
Þá er Fornleifafélagið hafði starfað í 25 ár, þá hafði það látið
gjöra meiri og minni fornleifarannsóknir í öllum sýslum landsins
nema einni. Það var Vestmannaeyjasýsla. Þar var minni von
fornleifa en annarstaðar, og því var eðlilegt, að hinar sýslurnar
gengi á undan. En þótt rannsóknirnar geti enn víða staðið til bóta,
þá þótti nú eigi lengur hlýða, að setja Vestmannaeyjar alveg hjá.
Var því afráðið, að ég færi þangað i sumar (1906), og skal nú segja
árangur ferðarinnar. Vil ég taka það fram, að í því efni á ég mjög
mikið að þakka aðstoð og leiðbeiningum Sigurðar hreppstjóra Sig-
urfinnssonar, sem bæði er fróður og skarpskygn um þetta sem anuað.
I. Landslag, örnefni o. fl.
Vestmannaeyjar eru í sjálfu sér eintómir hnúkar, tindar og drang-
ar, sem standa upp úr fjallhæð á sjávarbotni. Aðeins ein þeirra er
bygð, og er hún kölluð Heimaey. Hún hefir allmikið láglendi. I
fyrstunni hefir hún þó ekki verið annað en fjórir sundurlausir hnúk-
ar. Myndar einn þeirra nú suðurenda hennar og heitir Stórhöfði.
Annar er sem dálítill fjallhryggur norður frá honum og þar á tveir
smá-hnúkar Litlihöfði sunnantil og Sœfjall norðantil. Hinir tveir
aðalhnúkarnir mynda dálítinn fjallgarð er liggur þvert fyrir norður-
enda eyjarinnar frá suðlægu vestri í norðlægt austur. Hann skift-
ist í tvennt um Eiðið. Vesturfjallið er hálfhringmyndaður hryggur
og suýr hvylftin mót suðri en bakið mót norðri. Hvylftin er Her-
jólfsdalur. Vesturarmur fjallsins er kendur við hann og kallaður
Dalfjall. Upp úr því stendur Blátindur, Suðausturarmurinn, fyrir