Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 2
4 austan hvylftina, heitir Há [»Háin« (kvk.)]. Austur úr baki fjall- bogans gengur annar armur, sem myndar beint framhald Dalfjalls til norðausturs. Á honum eru tveir hnúkar: Litla Klif vestar og Stóra Klif austar. Þá kemur Eiðið. Þar hefir verið sund niður úr gegn í fyrstu. En sjórinn hefir hlaðið þar upp stórgrýtis-kamb og á þann hátt myndað eið eða granda, sem tengir vesturfjallið við aust- urfjallið. Austurfjallið skiftist í tvo hnúka: Heimaklett og YztaJclett og er skarð millí þeirra. Myndar Yztiklettur austurenda fjallgarðsins. Láglendi Heimaeyjar er víst miklu yngra en hnúkarnir. Það er svo til orðið, að jarðeldur hefir komið upp hér um bil mitt á milli Yztakletts og Stórhöfða, og hefir þar ollið upp svo mikið hraun- flóð, að það hefir fylt alt bilið milli hnúkanna með hrauni. Gýgur- inn myndar fjallshnúk, er heitir Helgafell, og er það skamt fyrir norðan Sæfjall. Við Helgafell er hraunflóðið bungumyndað og all- hátt, en hallar þaðan til allra hliða. Til austurs hefir það skemst farið og er hallinn þar allbrattur. Þar sunnantil eru hraunbalar, sem Haugar heita. Til suðurs nær það næstum til Stórhöfða, og hefir sjórinn myndað allmikið sambands eið þar á milli. Til norð- vesturs nær hraunflóðið alt að Hánni og hefir runnið lítið eitt inn í hvylftina (Herjólfsdal) og vestur að vesturhorni Dalfjalls. Þarverð- ur gjáarlöguð skora milli hraunsins og fjallshamranna. Hún heitir nú á dögum Kaplagjóta. Norður frá Helgafelli myndar hraunið all- mikla breiðu. Þó hefur það ekki náð að Heimakletti eða Yztakletti. Þar er bil á milli. Gengur sjór inn á milli og myndar eins og lít inn fjörð, sem er opinn mót austri og liggur inn með Eiðinu sunn- anmeginn og næstum inn að Klifi og Há. Þar í milli er að eins mjótt undirlendi, og er það malarsandur. Botn þessa litla fjarðar myndar sérstakan poll. Það er höfnin. Fyrir framan hana gengur hraunklettur mikill út í fjörðinn sunnanmegin. Hann heitir Naust- hamar. En að norðanverðu gengur fram grjóteyri litlu utar. Hún heitir Hörgaeyri. Hún er áföst Heimakletti þannig að örgrunt sund er á milli. Flest flóð ganga nú yfir hana. Áður, þá er þar voru hörgar, hefir hún verið hærri. Þá hefir líka verið dálítill undir- lendis-jaðar frá henni inn með höfninni norðanmegin. Hefir þar þá verið mjög fagurt. Nú er ekki eftir af því annað en tvö sandvik, sitt hvoru megin við suðvesturnef Iíeimakletts. Gengur sjór nú fast upp að þvi nefi. Sandvik þessi eru nú kölluð: Stóra-Langa (fyrir austan nefið) og Litla-Langa (fyrir vestan það). Þetta örnefni: »Langa«, er auðsjáanlega lýsingarorð, er skeytt hefir verið framan við hið upphaflega örnefni, sem nú er týnt. Það hefir að líkindum annaðhvort verið Grund (Langa-Grund) eða Fit (Langa-Fit), eða eitt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.