Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 4
6
legt, þar er líka hin eina vatnslind sem til er á eynni. Er hlaðinn
að lienni stokkur af grjóti og reft yíir með stórum hellusteinum.
Vatnið safnast svo í dæld þar í dalnum og myndar litla tjörn.
Kemur lindin í hana frá austri; en eigi sjást neinar líkur til, að bærinn
hafi verið þeim megin í dalnum. Þar hefir landslag þó ekkert
breyzt svo séð verði og mundi rúst bæjarins sjást, ef hann hefði
verið þar. Þeim megin er fjallið ekki heldur kent við dalinn. En
vestan meginn heitir það Dalfjall. Og þar. niður undan Blátindi
segja æfagömul munnmæli að hærinn hafi staðið, og að hann hafi
orðið undir skriðu þeirri hinni miklu, sem þar hefir hlaupið ofan.
Enda hefir hún næga víðáttu og ærna þykkt til þess, að svo geti
verið. Sunnan við skriðuna gengur dálítill klett-ás fram úr brekk-
unni, hann heitir Fjósaklettur, og er það eina örnefnið, sem minnir
á bæinn. Engar rústir sjást þó við Fjósaklett. En það er ekki að
marka. Skriðan liggur fast að honum norðan megin. En sunnan
megin hans hefir fjósið ekki verið, það var offjarri vatnsbólinu.
Þar sem Landn. segir: »þar er nú hraun brunnit«, þá er annaðhvort
átt við skriðuna miklu og heimildarmaður söguritarans þá ætlað að
hún hafi orsakast af jarðeldi, eða hann hefur ímyndað sér, að hraun-
ið frá Helgafells gígnum hafi komið eftir landnámstíð. Með öðru
móti er ekki hægt að hugsa sér, hvernig á þeim orðum stendur.
Þó er þetta hvorugt rétt. Skriðan er eins tilkomin og aðrar skrið-
ur, af áhrifum rakans og frostsins, sem eigi þarf að lýsa, Og
hraunið hefir, sem fyr segir, myndað ált láglendi eyjarinnar og
runnið svo löngu fyrir landnámstíð, að þá hefur það verið uppgróið.
Og það er að eins jáðar þess, sem nær dálítið inn í dalinn. Þar
fyrir innan er að austanverðu uppgróin skriða eða hlaup úr Hánni,
sem að minsta kosti er ekki yngra en hraunið í því hlaupi sprett-
ur lindin upp, hve ofarlega það er, sést ekki, því jarðvegurinn hyl-
ur stokkinn, sem um hana er gjörður, svo að eigi sér fyrir honum
nema aðeins fremst, en mun vera talsvert lengri. Fyrir innan
hraunið að vestanverðu hefir jarðvegur myndast af mold og sandi,
sem leysingarvatn hefir smátt og smátt borið ofan úr fjallinu. Virð-
ist sú myndun hafa náð út að Ejósakletti og þá verið undirlagið,
sem bærinn stóð á Skriðan hefir að neðanverðu myndað allmikla
bungu, sem víst er alt að 100 faðm. í þvermál og 5—6 ál. á hæð,
ef ekki iueira. Er norður jaðar hennar nú grasi gróinn, og að
suunanverðu ganga grasgeirar upp í hana hér og hvar. Fyrir inn-
an grasjaðarinn norðanmegin er lægð í skriðunui á einum stað. Sér
þar vatn í urðarholum og eru þær kallaðar Silfurbrunnar.
Mkiar tilraunir hafa á ýmsum tímum verið gjörðar til þess að