Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 7
9
Nausthamar. Er ekkert á móti því, að hann haíi fengið það nafn
áður en bygð hófst í eyjunum. Því verstaða var þar áður og þar
hafa menn lent, og þar nálægt hafa verbúðirnar verið. Það liggur
þvi nærri að hugsa sér, að bærinn Ormsstaðir hafi staðið nálægt
Nausthamri. Þó er á fleira að líta: í heiðni voru hörgar á Hörga-
eyri; þá heflr hún verið talsvert hærri en nú og án efa landföst.
Þeir Gissur og Hjalti lentu við hana, en fóru ekki inn á pollinn.
Það gat nú verið af því, að þeir ætluðu litla viðstöðu að hafa; en
það gat, ef til vill, líka verið af því, að sjór hafl þá ekki náð lengra
inn en á milli Hörgaeyrar og Nausthamars; pollurinn ekki verið til.
Það var þá líka betur viðeigandi, er sagan nefnir »váginn«, enn ef
hann hefði þá verið eins fjarðmyndaður og nú. Þá liefði getað ver-
ið ærið túnstæði framundan Litlu-Löngu og ekkert ólíklegt að bær-
inn hefði verið settur nálægt Heimakletts-nefinu. En í því eru háir
hamrar. Og á hinn bóginn getur maður varla hugsað sér hörga eða
Tárkju fyrir norðan voginn nema bær væri þar líka. En þó hann
hafi verið þar í fyrstunni, þá hefir það ekki verið lengi. Hann hef-
ir verið færður undan sandfoki, er hinir sterku norðanvindar suður
af Eiðinu hafa valdið — og valda enn vestantil, þar sem sjór nær
ekki til að hlífa. — Bærinn hefir verið færður áður en Landn. var
rituð. Því segir hún: »þar er nú blásit allt«. En síðan hefir sjór-
inn líka grafið sig inneftir, myndað pollinn, brotið undirlendið og
sett Hörgaeyri í kaf. En til þess þurfti landið að síga niður, og
hefir án efa gjört það. Annars væri Hörgaeyri þurlendi enn í dag.
En þá er bærinn var fluttur — sé þessi tilgáta rétt, — þá var
ekki spursmál um annan stað að setja hann á, en þar sem þá hafa
verið verbúðirnar og nú er kaupstaðurinn. Þar var fýsilegt að
byggja; þar var vel fallið til fiskiveiða og allgóð lending hjá Naust-
hamri. Og þar hefir þegar áður verið farið að gróa tún með töðu-
grasi undan áburði frá vérbúðunum og fiskifanginu. Þar hefir svo
með tímanum komið upp mikil og blómleg jarðrækt. Það sýna
hinar mörgu fornu girðingar upp frá kaupstaðnum. Þar eru sumir
reitir svo smáir, að það hafa naumast getað verið túnblettir, heldur
akrar. A túnunum, sem nú eru ræktuð, sér og víða fyrir fornum
garðlögum. En túnin hafa verið sléttuð út fyrir eigi löngu. Þar
eru í stuttu raáli miklar menjar fornrar jarðyrkju.
En hvar á kaupstaðarsvæðinu hefir bærinn staðið? Liklegasti
staðurinn virðist mér þar, sem nú heitir Skansinn. Hann er milli
húsa í kaupstaðnum. Ein af »jörðunum« á Vestmannaeyjum er
nefnd Kornhóll Enginn bær ber það nafn nú. En sagt er að áður
haíi bær með því nafni staðið þar, sem Skansinn er. Standa verzl-
2