Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 9
11 ura, hvárum megin vágsins standa skyldi, og hlautzt fyri norðan, þar voru áðr hlót ok hörgar«. Hér er ljós vitnisburður um það, að undirlendi hefir verið norðanmegin hafnarinnar. Eins og þar hagar nú til, dytti engum í hug að setja þar kirkju. Það væri blátt áfram ómögulegt. Og það, að kirkjan var sett þeim megin, er næstum sönnun fyrir því, að þá hafi þar bær verið. Undarlegt, og næstum óhugsandi, var að setja hana þar, sem enginn bær var nærri. Hörgaeyri er líka norðanmegin og bendir það til hins sama. Og þar eð þeir Gissur hlutuðu um, hvorum megin kirkjan skyldi sett, þá sýnir það, að bygð var báðum megin. Kirkjan heflr staðið suð- ur og vestur frá Heimakletts-nefinu, þar sem nú heitir Litla-Langa. Þar er hellisgjögur í hamrinum, kallað Slcráðabyrgi. Er sagt að kirkjuskrúðinn hafl verið geymdur þar. Var honum þar óhættara fyrir raka en í nokkuru húsi, því þar blæs inn, en úrkoma komst ekki að. En það tekur af allan vafa, að Aagaard sýslumaður lét grafa í Litlu Löngu, og fann þar mannabein og jafnvel fleira sem benti á grafreit kristinna manna. Þetta er einmitt þar, sem sögnin lætur þræla Hjörleifs hafa sezt að, og þar, sem eg hefi hér að framan getið til að Ormsstaðir hafi staðið í fyrstu, en verið fluttir þaðan undan sandfoki og sjógangi. Og víst er um það, að kirkjan hefir verið flutt þaðan, ef til vill fyr en bærinn lagðist alveg af. Þá hefir hún verið sett í Kirkjúbœ. Er bæjarnafnið óræk sönnun þess, að þar hefir kirkja verið. Er og til í fornbréfasafninu máldagi Kirkjubæjarkirkju í Vestmannaeyjum gjörður af Árna biskupi Þorlákssyni 1269. Þá hefir flutningurinn verið um garð genginn. Það sýnist undarlegt, að setja kirkjuna á hinn austasta bæ í sókninni, sem helzt var afskektur. En líklega hefir einhver helzti maður eyjanna búið þar þá, og viljað hafa kirkjuna hjá sér. Þetta gerði og litið til meðan bæir voru fáir og þorp eigi farið að myndast. En með tímanum myndaðist þorp og kaupstaður hjá lendingarstaðnum og varð bústaður kaupmannsins og annara fleiri mikilsvirðra manna. Þá var þar orðin þörf á kirkju á staðnum, og má sjá, að hún hefir verið sett þar 1573. I safni Jóns Sigurðssonar (249) er til afskrift af handriti Nikulásar Jónsson- ar í Fróðholtshjáleigu, rituð á Ofanleiti af Sighvati Eiríkssyni 1829. Þar segir svo: »1573 var fyrst bygð Landakirkja í Vestmannaeyj- um þar, sem hún nú stendur«. Þessi orð, sem eg hefi auðkent, virð- ast þurfa skýringar við. Handrit Nikulásar ber það nfi. með sér, að það er ritað eftir 1633; en þá hefir kirkjan ekki staðið á Lönd- um. En þar hefir hún þó sjálfsagt staðið á sínum tíma, það sýnir nafnið Landakirkja. Hvaða ástæða hefði verið að kenna hana við

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.