Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 10
12
bæinn Lönd, ef hún hefði aldrei verið þar? Bærinn Lönd mun
hafa staðið þar, sem nú heita Fomu-Lönd. Það er falleg, flatlend
hæð niðri við þorpið. Þar er nú alt sléttað út í tún og kálgarða,
svo að hvorki sér tóft eftir bæ né kirkju, en vottar að eins fyrir
túngirðingu all stórri. Að norðanverðu fyrir norðan hæðina (nær
sjónum) sést hún þó ógjörla, Þar er nú timburhús, sem ber nafnið
»á Löndum«, og mun girðingin hafa náð þangað. En örnefnið
»Fornu-Lönd« sýnir, að þar hefir bærinn verið áður. Enda er þar
miklu fegra. Þar mun kirkja þorpsins hafa verið sett í fyrstu og
verið nefnd eftir bænum Landákirkja til aðgreiningar frá Kirkju-
bæjarkirkju, sem áður var, en síðan var að eins bænahús. A Lönd-
um mun kirkjan hafa staðið fram að árinu 1627, er Tyrkjar brendu
hana. Þá hefir hún legið niðri um 3 ára tíma. Svo segir handrit
Nikulásar: »1631 var Landakirkja aftur upp bygð í tíð umboðs-
mannsins Zachariasar Gottfriedssonar. Sá sami var begrafinn fyrir
altarinu þar 1633«. í það sinn hefir kirkjan verið flutt uppeftir
þangað, sem enn er kirkjugarðurinn. Það sést á því, að í honum
er legsteinn séra Ólafs Egilssonar, sem dó 1639 og hefir verið jarð-
aður þar. En þá mun sú regla enn hafa verið óhögguð, að kirkja
stæði í kirkjugarði.
En sé það nú rétt tilgetið, að Landakirkja sú, sem bygð var
1573, hafi verið sett á Löndum, hvernig stendur þá á því, að hand-
rit, sem ritað er eftir 1633, segir um Landakirkju: »þar sem hún
nú stendur«? Því virðist mér auðsvarað: Kikulás hefir haft fyrir
sér eldra handrit og skrifað það alt orðrétt upp. En það hefir ekki
náð fram að 1627. Því, sem frá er sagt eftir það ár, hefir hann
bætt vlð eftir öðrum heimildum, þar á meðal því, að kirkjan hafi
verið endurbygð 1631 og Zacharias umboðsmaður jarðaður þar 1633.
Er þá annað hvort, að hann hefir ekki vitað, að kirkjan var burtu
frá Löndum þá er hann ritaði, eða honum hefir gleymst að geta þess.
Kirkjan, sem bygð var 1631, mun hafa staðið fram að 1722.
Þá er þess getið, að hún hafi verið endurbygð. En 1783—4 var
byrjað að byggja steinkirkjuna, sem enn stendur. Og með því að
sú bygging hefir hlotið að standa yfir nokkuð mörg ár, þá hefir
steinkirkjan ekki verið sett í kirkjugarðinn, heldur hefir gamla
kirkjan verið látin standa og messað í henni þar til er hin nýja
var fullgjör. Hún sendur á fallegri fiöt, stuttum spöl fyrir vestan
kirkjugarðinn. Er hún ef til vill fyrsta kirkjan hér á landi, sem
sett er utan kirkjugarðs. Enn ber hún nafnið Landakirkja. Gamla
kirkjan hefir svo verið rifin og jafnað yfir rúst hennar. Hefir síð-