Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 12
14
Geta vil eg þess, að austan við Fornu Landa túnið hefir nýlega
verið byggt timburhús, sem kallað er Hof. En þar var ekkert ör-
nefni áður og engin sögn, sem minti á hof-, það fullyrtu kunnugir
menn. Húsinu var gefið þetta nafn til viðhafnar, og mega seinni
menn ekki láta það villa sig.
V. Tyrkjaráns endurminningar.
Fyrir utan Skansinn, sem áður er skýrt frá, eru ekki mörg ör-
nefni í Vestmannaeyjum, sem minna á Tyrkjaránið. Og ekki heyrði
eg neina munnmælasögn, er segði frá atvikum þar að lútandi, nema
et' telja skal þá, að maður, er Oddur hét, hefði leynst uppi á Hánni,
séð þaðan alt er fram fór, og sagt frá þvi síðan. Og um Hundrað-
mannahelli er sú sögn, að þar hafi falizt 100 manns, en Tyrkjar
séð hund, er sat við hellismunnann og þannig fundið hellinn, farið í
hann og drepið fólkið. Hellirinn er sannarlega ágætt fylgsni og
ekki ólíklegt, að menn, sem vissu af honum, leituðu hælis í honum
í háskanum. Og vel getur hann að innanverðu rúmað 100 manns,
og er frá þeirri hlið ekkert á móti því, að sögnin geti verið sönn.
En á hinn bóginn eru þau ólíkindi á, að mjög er seinlegt að kom-
ast inn í hellinn. Inn um munnann kemst ekki nema einn maður
í einu, og hann verður fyrst að skiíða á maganum svo föðmum
skiftir inneftir honum. Menn hefði því þurft að taka ráð í tíma,
til að sleppa þar inn svo að ekki bæri á. En hefðu menn samt
komist þar inn, þá er óskiljanlegt, að þeir hefði hleypt óvininum
inn til sín, er komið hefði einn i einu skríðandi á maganum. Hætt-
ara mundi við, að þá er svo margt fólk væri komið þar inn, gæti
það ekki lifað fyrir ioftleysi. Og hvað sem um alt þetta er, þá er
það athugavert, að þeir sem rituðu um Tyrkjaránið, hafa ekki get-
ið hellisins. — Tveir aðrir hellur eru þar, sem spursmál gat verið
um að fiýja í, Agðahellir og Kattarhellir, sem í daglegu tali er líka
fajtU. nefndur Kathellir. En engar sagnir eru um þá í þessu sambandi.
FisTcabyrgin, sem getið er um að sumt íólkið flýði í, eru á stöll-
um hér og hvar utaní hengiháum móbergshamri, sem er sunnaní
Hánni fyrir austan Herjólfsdal. Eru byrgin mynduð á þann hátt,
að grjóti er hlaðið á framanverða stallana. Mundi fólki hafa verið
óhætt þar, ef eigi hefði farið þangað fleiri en niðri gátu legið. En