Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 15
Grizka má að vísu á fieira. En nú, er eg fór þangað í sumai*
athugaði eg líkindin til þess, að slíkt undirlendi hefði getað verið
þar, og staðfestist þá hin fyrri ætlan mín. Virtist mér mjög líklegt(
að undirlendisi’æma hefði verið frá Merkurrananum innfyrir Húsadal,
en naumast lengra inneftir. Sú ræma hefði þá verið efsta fram-
hald af La?ígransss-undirlendinu til fjalla. Og allóhægt hefir verið
að búa á Þuríðarstöðum að minnsta kosti, haíi eigi verið greiðari
vegur þangað fyrrum en nú er. Auðvitað held eg því eigi fram,
að eyðing þessa hugsaða undirlendis hafi verið eina orsökin til þess
að Þórsmörk lagðist í eyði. Það gat t. a. m. verið vikurfall úreld-
fjöllum, og það gat verið aukning jökla á fjöllunum fyrir ofan og
þar af leiðandi aukið vatnsmegn í ánum, sem yfir þurfti að fara.
Merkilegt er það, að þau tvö örnefni sem kend eru við Þórsmörk:
Markarfljót og Merkurjökull, hafa sitt hvora eignarfallsmynd af mörk.
Þau eru líklega ekki jafn gömul. Myndin merkur mun vera yngrí.
Merkurjökull hefir þá siðar fengið nafn sitt. Það er nú að vísu
ekki sönnun fyrir því, að hann sé sjálfur að einhverju leyti yngri:
en bending er það í þá átt. — Snemma munu og uppblástrar hafa
tekið að spilla Þórsmörk, því veðrasamt er þar, þó raunar séu þar
líka skjól góð víða. Landslagi á Þórsmörk er nokkuð lýst í Arb.
’94, en leiðrétta skal það hér, að áin, sem nú á dögum er talin að
mynda norðurtakmörk Þórsmerkur, er þar nefnd Ljósá. Hún heitir
Þröngá, eins og Sigurður Vigfússon nefnir hana, (Árb. ’92). Hin
réttnefnda Ljósá er góðum spöl innar. Er landið báðum megin
hennar, og alt fram að Þröngá, nú kallað Almenningur. Landnáma
nefnir ekki norðurtakmarkið á landnámi þeirra bræðra, Reyrketils-
sona. Eru mestar líkur til, að það hafi verið Ljósá. Þar skiftir um
landslag, þangað nær hið hrikalega, en gróðursæla Þórsmerkur-
hálendi, en fyrir innan Ljósá tekur við breið hraunslétta, skjólalaus
og gróðurlítil. Er þar heldur ólíklegt til bygðar, enda sjást þess
engin merki. En fyrir innan Þröngá hefir bær verið. Hann stóð í
hlíðinni upp frá ánni, er veit mót suðri. Hefir þar verið bæði mik-
ið land og fallegt meðan óblásið var. í æsku þeirra manna, sem á
yngri árum mínum voru gamlir, var það land þegar mjög blásið,
en stóð þó eftir allstór jarðvegstorfa í hlíðinni upp frá Þröngá.
Kölluðu menn torfuna Kápu, af lögun hennar. Hún hélt áfram að
blása upp, og kom þar þá í ljós bæjarrústin, sem getið er í Árb. ’92
bls. 38 og ’94, bls. 21. Nú er ekki eftir af »Kápu« nematværsmá
torfur, sem auðsjáanlega verða alveg horfnar, áður en langt um líður.
Þessi bær fyrir innan Þröngá er án efa einn af þeim þremur
bæjum, sem Njála getur um, að verið hafi i Þórsmörk. Og auðvit-
8