Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 18
20 kafist. Þar voru sindur og hefir þetta verið smiðja. Þar lá meðal annara steina, einkennilegt steinbrot. Það er úr þursabergi, nokk- uð stórt, ávið-flatt. Er önnur hliðin nokkurn veginn slétt, hin er hálf kúpumynduð. Kúpu megin hefir verið höggvin skál i stein- inn og sléttfægð innan. Niður úr botni hennar hefir verið höggvið kringlótt gat, nær 11/2 þuml. í þvermál. Um það gat hefir steinninn brotnað og er hálft gatið og hálf skálin eftir á þessu broti. Hitt brotið er ekki að finna, mun það vera komið í gilið og liggja þar undir sandfönn. Svo langt er síðan steinninn hefir brotnað, að sár- ið er orðið máð og af því brúnir allar. Hið einkennilegasta er, að skálin er öll brunnin innan. Innan í henni er svört húð, gljáandi líkt og steinkol, en öll smásprungin. Sprungurnar eru nál. 2 línur á dýpt. Eg ímynda mér nú, að hinn hluti steinsins hafi verið eigi minni en þessi, og á honum eigi minna af skálinni, og að í henni hafi brunnið smiðju-eldur, en gatið verið fyrir aflhólk, loftið leitt gegnum það til eldsins. I bæjarrústinni var á einum stað talsverð hrúga af viðarkolaösku undir steinum, en eldstó sást þar ekki. Skamt frá rústinni vestan megin, nær fljótinu, var á einum stað einkennileg hola, sem leit út fyrir að vera höggvin gegnum móhell- una með sérstakri lögun. Meginhluti hennar er skáhalt-ferhyrndur og snýr eitt horníð fram að fljótinu. En gagnvart því, á þann veg sem að fljótinu veit, er ekkert horn, en i þess stað spaðamynduð framlenging. Að henni meðtaldri er holan á þann veginn nál. 2 al. löng. Hola þessi er full af mulinni beinösku. Var ekki að sjá, að nein önnur aska eða neitt annað væri saman við hana, nema hvað hún er sandrokin ofan. Ég kannaði hana vel þverhandar djúft nið- ur, og var alstaðar sama beinösku-mylsnan óblönduð. Ég vildi sem minst hagga þessu, því mér kom í hug, að það kynni að vera leif- ar frá heiðnum heimablótum. En auðvitað get eg ekkert fuliyrt um það. En svo mikil og svo hrein beinaska er einkennileg. Stein- skál mikil eða steinker stóð hjá rústinni. Það var ll/4 al, á lengd og nál. 1 al. á breidd, en varla l/2 al. á dýpt að því er virtist. Raunar var ekki hægt að mæla dýptina nákvæmlega, því kerið var fult af sandi, en alt sprungið í smáparta, sem högguðust við það er sandurinn var færður burt, en höfðu áður haft stuðning af honum og voru því óhaggaðir að mestu. Botninn var litt eða ekki brotinn, enda virtist hann mjög þykkur Létum við1) hann óhrejrfðan, en röðuðum brotunum sem haggast höfðu, svo að kerið komst í samt lag aftur. Efní steinkers þessa er ljósgrátt móberg allþétt í sér, en ‘) Sigurþór bóndi Ólafsson í Hliðarendakoti var fylgdarmaður minn.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.