Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 24
Fornleifar i Landsveit Á tveim stöðum í Landsveit hafa menn nýlega tekið eftir forn- leifum, er áður höfðu dulizt. Hefi eg nú skoðað þær og vil með fáum orðum geta þeirra. I. Þess er getið í Árbók Fornleifafélagsins 1898, bls. 6, að hraun liggur undir jarðvegi í allrí Landsveit ofan til Lækjarbotna. Sé vel athugað, má sjá, að fram á þetta meginhraun hefir runnið annað nýrra hraunfióð, sem þó hefir brátt stöðvast og myndað upphækkað- an skjöld ofan á hinu. Eru brúnir þess allglöggvar og liggja fyrir vestan Galtalæk, fyrir ofan Mörk og Eskiholtsbjalla og þaðan inn fyrir Ósgröf. Sú hliðin, frá Eskiholtsbjalla inn að Ósgröf, liggur mót norðvestri. Alt hefir þetta land verið grasi og skógi vaxið á landnámstíð, og hefir það þrátt fyrir tíðar skemdir af Heklu gosum fyrrum, haldist nokkurn vegin við fram að 1882. Þá blés á stutt- um tíma burt allan grassvörð af nýrra hrauninu, nema á dálitlum geira að norðvestan verðu. Þó blæs hann meir og meir upp, og er brúnin nú blásin langt inn fyrir Eskiholtsbjalla. Þar í brúninni hefir fyrir skömmu blásið upp bæjarrúst. Talsvert grjót er í henni, sem liggur á dreif, og er því óhægt að ákveða undirstöður nema hér og hvar. Enda voru þær nokkuð gengnar úr lagi, þvi jarðveg- ur er sendinn og halli nokkur. Þó má sjá, að aðaltóftin, bæjarhús- ið, hefir verið hér um bil 12 faðma löng og um ll/2 faðm breið og hefir enginn miðgafl verið í henni, svo séð verði. Fleiri tóftir eru þar og allar óglöggvari. Eigi vita menn neitt um nafn þessa bæj- ar. En geta má þess að láglendið frá brúninni út að Yrjaós (Skarfa- nesslæk) er kallað Síðunes. Mun »nes« nafnið koma af því, að læk- ur, sem nú er horfinn hefir runnið frá brúninni í Skarfaneslæk. En brúnin sjálf hefir að líkindum verið kölluð Síða og á það ekki illa

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.