Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Side 31
33
75 ára. Eftir hann tók jörðina hans son Guðmundur og var þar
allan sinn aldur sem var 79 ár. 0g eftir hann tók jörðina Magnús
hans sonur og var á henni 66 ár. Og svo Guðmundur Magnússon
um 11 ár. Nú er Guðrún Magnúsdóttir (1847)«. Aftan á blaðið
hafði Þorleifur skrifað: »Þetta er skrifað eftir gömlum skjölum,
sem eg hefi fundið á Skipum«.
Orðin »er Skipana fiutti« hér á undan hefi eg (Br. J.) auðkent,
þvi þau eru það, sem þýðingu hafa fyrir það mál, sem hér er um
að ræða.
VI.
Á bls. 18—19 eru teknar fram skýringatilraunir á bæjarnafninu
Kaldaðarnes, þær er eg hafði heyrt. Nú hefir dr. Björn M. Ólsen
sýnt mér þá vinsemd, að skrifa mér um það mál o. fl. Leiðir hann
nafnið af ferjuhallan (AaWaðarnes) og bendir á frásögn Flóamanna-
sögu um ferju nær Kaldaðarnesi. Eg skal játa, að mér hafði eigi
hugkvæmst samband þar á milli, og ekki man eg eftir, að eg hafi
heyrt þessa skýringu áður. En eftir rækilega umhugsun sé eg, að
þetta getur verið langlíklegasta skýringin. Til þess þarf samt: að
hugsa sér íerjustaðinn nokkuð utarlega við nesið mikla, sem þá
hefir verið milli árinnar og Fyllarlækjar, og að hugsa sér ferjuna
komna á þegar á landnámstíð, áður en nesinu hafði verið gefið
ákveðið nafn. Þá gat ferjukallan verið tíðkuð á einhverjum vissum
stað svo utarlega í nesinu, að allur framhluti þess yrði kendur við
hana. Svo gat farið með það eins og Langanes undir Eyjafjöllum,
að örnefnið yrði látið ná svo langt uppeftir, frá hinu eiginlega nesi,
kennileitalaust var og engin önnur örnefni tóku við. Með þessu
móti hefði þetta ekki þurft að taka langan tíma. Bærinn gat verið
settur í »Kallanarnesið« þegar á landnámstíð og þó verið settur þar
sem hann er. Og það getur varla verið vafamál, að þegar á land-
námstíð hefir hann verið bygður. Svo gott og víðáttumikið land
gat ekki staðið lengi óbygt. En áður en honum var gefið nafnið,
urðu skilyrðin fyrir nafninu að vera komin. Og eg get ekki betur
séð, en að með þessu móti — og þessu einu móti — verði þau greið
og eðlileg.
En frá hvaða bæ var þá ferjað ? Bæjarnafnið Kirkjuferja sýnir,
að þar hefir verið ferjustaður eftir kristni og gat verið áður líka.
Sá ferjustaður hefir verið skamt upp frá Kaldaðarnesi. I Arnarbœli
gat líka verið ferjustaður, skamt ofan frá Kaldaðarnesi. Á báðum
stöðunum hefði orðið að kalla ferju sunnanmegin. En óskiljanlegt er
að alt hið mikla nes milli ölfusár og Fyllarlækjar hefði fengið nafn
5