Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 33
35 VIII. A 1 >ls. 20 get eg þess, að jafnan hafi Hróarsholt verið álitið lam'rAmsjörð. Er þar átt við almenningsálitið um þær slóðir. Eit um það efni eru ekki til. Sjálfur hefi eg Verið sömu skoðunar, einkum af þeirri ástæðu, að landið er, og hefir vist alt af verið, betra en nágrannalöndin. Það þyrfti sérstáka dstœðu til að geta hugsað sér, að sá, sem slíkt land hefði numið, hefði annaðhvort látið það standa óbygt, eða eftirlátið öðrum að búa á því. Nú ætlar dr. Björn M. Olsen, að önundur bíldur hafi numið alt land norðvestur til Hróarslækjar og gefið læknum nafn eftir nafni föður síns. Þetta er sennilegt, og þó allra sennilegast ef gjört er ráð fyrir, að ön- undur hafi komið út með föður sinn gamlan, en viljað að hann héldi sjálfstæði til æfiloka og í því skyni gjört honum bæ norður við læk- inn. Þá er fundin hin sérstaka ástœða til þess, að sá, er nam þetta góða land, eftirlét öðrum . ábúð á því: að það var faðir hans sem hlut átti að máli. En þar eð ekki verður gjört ráð fyrir, að Hróarr ha.fi lifað önund, þá mætti ef til vill spyrja: Hvers vegna færði önundur ekki bú sitt norður að Hróarslæk eftir lát föður síns? Til þess gat margt borið, sem ekki er unt að gizka á. Sé það rétt til getið, að Kambakista hafi verið þar, sem nú er Kambur í Hróars- holtshverfi, — og þar (eða þar í hverfinu) vísar landslag á hana, en hvergi annarsstaðar þar sem eg þekki til, — þá liggur nærri að geta til, að afkomendur Oddgeirs hafi komist að landinu með mægð- um við önund. Vér vitum lítið um börn önundar. Landnáma gef- ur í skyn, að hann hafi kynsæll verið; en hún telur ekki börn hans, nema hvað tveir synir hans, Eilífur og Sigmundur, koma við sög- una eftir fall hans og virðast þá hafa verið heldur ungir. En það er ekki til neins að leiða getur um þetta. Hvort bærinn, sem merki sjást til norður við lækinn, hefir heitið Hróarslækur eða eitthvað annað, veit auðvitað enginn. Tilgátur mínar um þann bæ og um Kambakistu verða hvorki líklegri né ólíklegri við það, sem hér að framan er sagt. Tilgátur hygg eg hvervetna leyfilegar, ef líkur eru að einhverju leyti meiri með þeim en móti. En kannast verður við það, að þær eru ekki annað en tilgátur. Og það er óviljandi, hafi eg vikið frá þeirri reglu, þó mörgum hafi eg kastað fram tilgátun- um. Því fullyrði eg ekkert hér að framan. IX. Á bls. 26 hefi eg gengið að því vísu, að bæjarnafnið Vœlugerði sé myndað af viðurnefni Arnar. Og það hefir alment verið gengið *5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.