Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 35
37 XI. Á bls. 36 hefi eg kastað fram þeirri tilgátu, að hinn týndi land- námshær, Másstaðir, kunni að hafa verið þar, sem nú heitir Hruna- krókur, þvi þar er fagur dalur, og þar hefir á sínum tíma verið mikil jarðrækt, sem bendir á stórbýli. Samt er eg nú horfinn frá þessari tilgátu, þar eð mér hefir verið bent á annan stað, sem mér virðist enn líklegri. Það gjörði Guðrnundur bóndi Jónsson í Hörgs- holti. Er staðurinn i Hörgsholtslandi og eigi lengra frá bænum en svo, að til skamms tima hefir þar verið stekkur. Þar heitir Árfell. Suðvestan á því var stekkurinn og stór og fagur túnblettur í kring, en uppblástur fyrir innan, norðvestan í fjallinu. Hann færðist óðum suðurávið, og tók loks af efri hluta túnblettsins. Þá tók leysinga- vatn við og gróf jarðfall mikið niður í gegnum túnið. Hefir það brotið jarðveginn, svo að norðanmegin þess er hann nú horfinn að mestu leyti. í jarðfallinu kom í ljós bæjarrúst, sem allmikið grjót var i. En því miður var mestur hluti þess þegar tekinn og notað- ur til stekkjargjörðar. Guðmundur var þá ungur. Þá er hann komst upp, verndaði hann þær litlu leifar, sem eftir voru. Þær eru að vísu litlar, þó sér að nokkru fyrir endagöflum og veggja-undirstöðu stúfum við þá, — miðjan öll er burttekin. Nokkuð má ráða í stærð rústarinnar. Er að sjá sem það hafi verið tvær tóftir samhliða, hér um bil jafnlangar og jafnvíðar — líkt og á Eiríksstöðum í Hauka- dal. Hefir lengdin verið nál. 10 fðm. og breiddin beggja tóftanna til samans nær 4 fðm. Með vissu sést það ekki. Fáum föðmum vestar heíir líka komið í ljós byggingargrjót og er nú á dreif. Á suðausturjaðri túnblettsins sér fyrir túngarðsspotta mjög fornlegum. Að öðru leyti er allur túnbletturinn, sem eftir er, sléttaður af sand- foki. Skamt inn með brekkunni er uppsprettulind með einkargóðu vatni. Hún virðist hafa verið hlaðin innan, þó nú sé úr lagi geng- ið. Mun það hafa verið vatnsból bæjarins. Það er auðséð, að hér hefir verið stórbýli. Og einkum bendir það á landnámsbygð, að hörgurinn, helgistaðurinn, hefir verið þar svo nærri. Líklega hefir hörgurinn staðið þar, sem nú er bærinn í Hörgsholti (sbr. Árb. 1900, bls. 29). En bær hefir þá fyrst verið settur þar eftir kristni. XII. Á bls. 48 hefi eg getið þess, að Skálholtsmannavegur sjáist ógjörla sunnan i Dráttarhlíð. Nú hefi eg kynt mér hvernig á því er háttur. Aðalferjustaðurinn var yfir um vatnsvikið fyrir ofan Sogið. Og þar var, austanmegin, geymsluhús, miklu stærra en hitt, sem að sunnanverðu var. Sér enn fyrir tóftinni nokkuð svo. Og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.