Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 41
43 einhvern hátt notaður við smíði. Einar bóndi Jónsson í Reykjadal vill fúslega láta Forngripasafnið fá hann. 2. Þorsteinn bóndi Jónsson á Drumboddsstöðum gróf enn fyrir hlöðu. Þá fann hann dálitla járnplötu með uppbeygðum endum, líkt og á rekuvari, því líkast sem þetta ætti að festast neðan á dálítinn tréspaða og vera var á honum. Það var heflr þó verið óvenjulega breytt. Þorsteinn bóndi ætlar það safninu. 3. í Hraunsási í Hálsasveit var í fyrra (1906) sléttuð brekka í tún- inu fyrir ofan bæinn. í þúfu einni varð fyrir stór steinn og við aðra hlið hans hlaðin þró af smásteinum og hella lögð yfir. Þróin var full af sauðlándavölum. Eigi voru þær rotnari en svo, að vel sást, að þær voru flestar eða allar úr fullorðnu fé. Klaki var i jörðu, og grófu flnnendur eigi nema niður að honum. Varð því eft- ir nokkuð af þrónni og þar úr voru völurnar eigi teknar Vissu þeir því ógjörla hve mikið var af völunum, en gizkað á að i hið rainsta hefðu þær verið fult skeffumál. Ekki voru þær hirtar og urðu í moldinni. Ovíst er hvernig á þessu völusafni hefir staðið. Heila búskapartíð og hana eigi stutta hefir þurft til að safna svo iniklu af völum á eigi stærri jörð en Hraunsás er. Þetta er því naumast eftir börn. Liklegra er að húsráðendur hafl haft einhverja trú á völunum og því safnað þeim árlega í langan tíma á þennan afvikna stað. 6*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.