Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 43
45 Efni steinbrots þessa er grágrýti (dolerit). — Lengd þess er 75 sm., breidd 59 og þykt 13 sm. Hæð stafanna 5—6 sm. — Áletr- anin er i 9 línum svo sem hér er prentað. Fyrir ofan letrið eru skrautdrættir nokkrir, en fyrir ofan þá og beggja megin við letrið eru 2 strik. — Til þess að aðgreina orðin eru tvídeplar (:) á milli þeirra, nema á eftir orðunum KVINNA (í 3. 1.) og STRID (í 8. 1.), en bæði þessi orð standa í enda línu og var því tvídepilsins síður þörf; aftur á móti er tvídepill við enda 5. 1. þar sem þó stendur eins á. — Stafirnir eru venjulegir latínuletursupphafsstafir, svipaðir þeim að gerð, sem hér eru prentaðir. I orðinu TIOR í enda 4. 1. er T og H dregið saman, en þetta merki, þessir samandregnu stafir, tákna auðvitað / hljóðið. — Þetta má þó ekki telja sönnun fyrir því, að útlendur maður hafi höggvið letrið á steininn. — I -DOTTVR (í 5. 1.) og SITT (í 8. 1.) eru tvö T dregin sarnan. Hljóðtáknun og merking stafanna, rithátturinn, er eins á þessum steini og á leg- steinunum í Görðum (sbr. Árb. 1904 og 1906), enda er og öll gerðin á þessum steini lík og á þeim steinum. — I fyrir Y í DIGDVG (2. 1.) og IFIR (6. 1.). HIER:HVILER:CrO D:DIGDVG:OG:D ANDIS:KVINNA GVDRVN:TIOR KIELLSDOTTVR: HVOR:AD:IFIR VANN:OG:EN DADLSITT'.STRID ^SIGRLLTR Tveir öftustu stafirnir í 1. 1. og 5. (D), 8. og 9. (OG) stafurinn i 2. 1. eru svo afmáðir, að þeir eru lítt læsilegir. í 9. 1. vantar fremsta stafinn alveg og neðri hlutann af 2. og 3. staf; ennfremur neðri depilinn í fremsta tvídeplinum. Þetta er alt brotið af. Þó er bersýnilegt að fyrsta orðið í 9. 1. hefir verið MED (með). — DANDIS (2.-3. 1.) er aukamynd af dándi, sem kemur fyrir í fornu máli og í öllum hinum norrænu málunum að fornu og nýju, nú í samsetn. danne-, — og sömuleiðis aukamyndin dandes ©g dannis. Orðið er upprunalega (máske fyrst í döusku og sænsku) samandregin mynd af lýsingarorðinu dugandi(s), sem haft er í sömu merkingu og er eiginlega nút. hlutto. af s. duga. — -DOTTVR nefnif. í eint. fyrir dotter, sbr. Garðasteininn nr. 6 (Árb. ’06, bls. 43). — AD á eftir hvor er hér eins og iðulega í fornu og nýju máli samtengingarorðið

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.