Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 49
51 3. gr. Til lausra fornleifa teljast: a. Þeir munir allir, er finnast i og tilheyra fornum haugum, dysjum eðaleiðum, þar á meðal leifar af líkömum manna og dýra. b. Þeir munir allir, er flnnast í og tilheyra fornum hofrústum, eða hafa verið notaðir í hofum, svo sem blótbollar og því um líkt. c. Öll minningamörk dáinna manna, bautasteinar, legsteinar, kross- ar, minnisvarðar og annað þess háttar, sem ekki er jarðfast, og eins þó að eitthvað af þessu hafl verið jarðfest með steinlími eða öðru af mannavöldum. 4. gr. Til forngripa teljast: a. Lausir steinar, sem mannaverk eru á og ekki komast undir 3. grein, svo sem steinar með fangamörkum eða öðrum áletrunum eða myndum. b. Allskonar fornir kirkjugripir. c. Forn handrit, skjöl og bréf úr skinni eða pappír. d. Allskonar gamlar myndir og gripir með myndum eða letri á. e. Fornir peningar, úr hverjum málmi sem er. f. Gamlir dúkar, ofnir eða saumaðir, ábreiður, bönd og allskonar forn vefnaður og hannyrðir, fornir vefstólar eða partar af þeim og öll forn áhöld, er til hannyrða hafa verið höfð eða vefnaðar. g. Allskonar fornir skrautgripir og listasmíði, úr hverju efni sem er. h. Gamlir búningar og búningsskraut karla og kvenna, þar á með- al hringir, belti og því um líkt, enn fremur allskonar gömul vopn, hlifar, verjur, hnífar o. s. frv. i. Allskonar gamall húsbúnaður og búsáhöld, þar á meðal borð- búnaður og reiðskapur, fornar matarleifar, forn skip, skipspartar og skipabúnaður, ef það kemst ekki undir 3. grein, forn smíða- tól, veiðarfæri og önnur forn verkfæri og því um líkt. j. Gömul taflborð og taflmenn og önnur tafláhöld. k. Fjalir og stokkar úr fornum húsum og hirslum. l. Allir gamlir munir, sem menn hafa notað eða mannaverk eru á. 2. k a f 1 i. Um fornleifar. 5. gr. Fornmenjavörður skal semja skrá yfir allar fornleifar, taldar í grein, sem nú eru kunnar og honum þykir ástæða til að friða, 7 2.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.