Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 57
Skýrsla. I. Aðalfundur félagsins 1907. Aðalfundur félagsins var haldinn föstudaginn 22. nóvember. Formaður mintist látins félagsmanns, Jóns konsúls Vídalíns, og gat þess að hið merkilega safn hans af íslenzkum forngripum væri nú alt komið til Forngripasafnsins. Því næst lagði hann fram endur- skoðaðan ársreikning félagsins fyrir 1906, og hafði ekkert verið við hann að athuga. Hann gat þess að þar sem sjóður félagsins hefði minkað um rúmar 300 kr. á árinu, þá stafaði það frá óvenjulegum útgjöldum við registur yfir árbók félagsins. Því næst skýrði formaður frá ferðum Brynjólfs Jónssonar í þjónustu félagsins næstliðið sumar um Mýrar og Borgarfjörð. Þessu næst mintist formaður á lög þau, er samþykt voru á síð- asta alþingi um verndun fornmenja, er hafa svo mikla þýðingu fyr- ir málefni það, er frá upphafi hefir verið aðalmarkmið Fornleifafé- lagsins að styðja, og mundu lög þessi að nokkru leyti hafa í för með sér breytingu á starfsviði félagsins. Eftir nokkrar umræður var svo gengið til kosninga á embætt- ismönnum félagsins. II. Stjórn félagsins. Formaður: Eiríkur Briem, prestaskólakennari. Varaformaður: B. M. Olsen, dr., prófessor. F u 111 r ú a r: B. M. Olsen, dr., prófessor. Hannes Þorsteinsson, ritstjóri. Jón Þorkelsson, dr., landsskjalavörður. Pálmi Pálsson, kennari. Stgr. Thorsteinsson, rektor. Þórh. Bjarnarson, prófessor. Skrifari; Pálmi Pálsson, kennari, 8*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.