Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 4
4 þess tilvalinn. Þegar þeir Kári og Hjalti Skeggjason komu ofan úr Þjórsárdal, með lið það er þar hafði safnast, »riðu þeir Kári nú við þetta lið til móts við Mörð Valgarðsson, ok fundust þeir við Holts- vað. Var Mörðr þar fyrir með allmiklu liði. Þá skiftu þeir leitinni; riðu sumir hit fremra, austur til Seljalandsmúla, en sumir upp til Fljótshlíðar, en sumir hit efra, um Þríhyrningshálsa ok svá ofan í Goðaland«. Hafi Holtsvað verið sem nú hefir verið sagt og ég ætla, er lýsingin svo meistaraleg, að betur getur ekki orðið, og ekki unnt að hyggja annað en að einmitt þessi staður hafi staðið söguritaranum fyrir hugskotssjónum. Hér er réttilega sagt »upp til Fljótshlíðar«, um för héðan; hér stendur ekki »austur til Fljótshlíðar«, eins og það hefði átt að vera ella, hefði Holtsvað verið á Fiská, vestan-undir Þríhyrn- ingi, og eins og komist er að orði jafnan þegar rætt er um ferð af þeim slóðum til Fljótshliðar. Hér er enn sagt austur, fram og inn í Hlíð, en hvorki upp né suður til Fljótshlíðar. Er það ein bending til þess„ að Holtsvaðs sé ekki hér að leita á Fiská eða Rangá1). Þorgeirsvað og fleiri vöð á Eystri-Rangá. Þótt ritað sé þegar um flest þessara vaða í Árb. Fornl.fél., leyfi ég mér að víkja hér að þeim nokkrum orðum, af því að þar er ekki fyllilega rétt skýrt frá. Rangá eystri fellur fram til útsuðurs fyrir austan og sunnan Keldur. Hún liggur þar í olnboga suðurávið og er næst bænum til land- suðurs (tæpl. IV2 km.), en fjarlægist úr því. Frá Fossdölum að Hald- fossum hafa verið 6 vöð2). Efst er Reynifellsvað, undir fossinum. (Árb. Fornl.fél. 1902, 47), þá Eyrarvað, nú akvegur; mun vera seinni tíma vað (Árb. 1902, 4), þá Hlíðar- eða Skógarmanna-vað, eldra nafn (Árb. 1888—92, 49), þá Þorgeirsvað, þá vaðið «ofan við Þorgeirsstein« (Safn til sögu ísl., II., 535) og syðst vaðið, »fyrir ofan HaIdfossa«„ sem er um 2 km. frá bænum á Keldum, en lítinn spöl fyrir austan mynnið á Keldnalæk, þar sem hann fellur í Rangá. Þessi 4 síðasttöldu vöð eru öll vestanmegin af grasvelli þeim, sem nefndur er Austurhald. a. Þorgeirsuað hefir í fyrndinni verið farið oft; það sýna margar 1) Höf. hafði ritað þessar athugasemdir sínar áður en grein Vigfúsar Quð- mundssonar birtist i Árb. Fornl.fél. 1927, bls. 10—14. Eftir að sú grein kom út hefir Skúli ritað um Holtsvað í Lesbók Morgunblaðsins, III. árg. 30. tbl. Vegna þess að hann ræðir þar nokkuð gjör um þetta mál er nú sleppt úr þessari grein, sem hér birtist, ýmsu, sem hann tekur þar fram. Geta má þess, að Vigfús svar- aði aftur Skúla í Morgunblaðinu, 15. árg., 191. tbl. M. Þ. 2) Fossdalir eru hjá Reynifells- eða Keldna-fossi, en Haldfossar þar sem Keldnaiækur og Teitsvötn renna i Rangá. Þessi kafli á ánni er um 2 km. M. Þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.