Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 5
5 fornar götur vestan-að því og frá, bæði af Rangárvöllum sunnan- verðum og einnig uppávið til Keldna. Þótt Skógarmannavað sé litlu ofar, einkum að austanverðu, sjást ekki götur vestan að þvi, heldur að eins upp til Keldna. — í Árb. Fornl.fél. 1902 bls. 8 og registri yfir árbækur Fornl.fél. frá 1904, bls. 84, er gefið í skyn, að Þorgeirsvað hafi verið notað fram undir síðustu aldamót. Vaðið hefir að vísu verið kunnugt jafnan og vel fært, en það hefir ekki verið notað afar-langa tíð af ferðamönnum, eða á þann hátt, sem gefið er til kynna í Árb. Það eru hinar mörgu fornu götur, sem sanna notkun þess. Þótt þær séu lítíð rannsakaðar, mun vaðið hafa verið farið af Inn-hlíðar-mönn- um út á Rangárvelli sunnanverða og um það er hin beinasta leið t. d. frá Hlíðarenda þangað. Með vissu hefir forn vegur legið um Þríhyrningsháls fyrir sunnan háfjallið. um Réttatungu og að líkindum út á Þorgeirsvað. — Vaðið er dálítið grýtt, og svo er allt framúr, vestur um Tungufoss. Þorgeirssteinn er nálægt 450 m. fyrir sunnan vaðið. Hann er sá eini, sem upp úr stendur og hefir staðið, svo kunnugt sé, frá Eyrar- vaði fram um Haldfossa; hann er hraunsteinn, en máður straum- megin, strýtumyndaður, tekur nú 1 m. upp úr vatninu, venjulega, og er tiltölulega gildur að neðan. b. Skógarmannavað er 230—280 m. ofar en Þorgeirsvað. Það lagðist niður að mestu leiti um hríð, því að Eyrarvað (eða -vöð) er á beinni leið frá Keldum til Fljótshlíðar, en þegar ófært varð þar á eyrunum meðan áin var að brjótast þar úr sínum forna og niður- skorna farvegi, sem lá beint fram úr þrengslunum, fyrir austan Aust- urhaldið, var það tekið upp aftur og þá nefnt Hlíðarvað, og var notað fram undir aldamót. Þar var ætíð þrauta-vaðið og voru vörður settar að því 1870—80. Nú er það notað að eins stöku sinnum, þá er farið er fram að Árgilsstöðum eða fram í Hvolhrepp, eða komið þaðan. Fyrir neðan þetta vað og að Þorgeirsvaði liggja móbergsklappir, nær 190 m. að lengd og um IV2—2 m. að hæð. Áin hefir sennilega runnið með þeim í fornöld og síðan, og þær sífelt eyðst vesturávið, eins og farvegurinn bendir til. Nú hafa klappir þessar spillst og lækkað nokkuð, orðið lausari í sér og hafa breytt lit, norðurendi þeirra orðið mulningur. En hafi þær verið við ána likar í fornöld því sem þær voru þar nokkru fyrir aldamótin síðustu, — með tveimur töngum «ða nefjum út i ána, sléttum að ofan og í-við-hæstum ármegin, en hyldýpi undir, — þá hefir þar verið einkar-gott að verjast, fyrir menn, sem ekki kunnu að hopa á hæl, og auðvelt að keyra menn út á Rangá. Hér ætla ég að orðið hafi fall þeirra Ögmundar flóka, sem drukknaði þegar, og Þorgeirs Otkelssonar, sem rak »ofan á vaðit ok
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.