Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 7
7 koma þær fram aftur ofar í því. Orsökin til þess var, að Rangá, sem áður rann beint fram úr Fossdala-þrengslum fyrir austan Austur- haldið, tók að kasta sér meira vestur fyrir norðan það og fram úr milli Halda. í mínu minni, fyrir 1870, rann þar smákvísl, sem kölluð var læna1). Var farvegur sá milli Halda, mjór og víðast vallgróinn niður í fastan farveg, möl og grjót. Þá var þar á einum stað, miðja vegu, vað fyrir allan búsmala, milli Halda, rétt um gamla veginn austur á Þorgeirsvað, þar sem hinar fornu götur lágu niður undir farveg í brekkunni austan-megin. — Farvegur þessi milli Halda var vissulega gamall, en ekki nýr, undir aldamótin síðustu, eins og segir í Registri yfir Árb. Fornl.fél. 1904, bls. 84, nm. Lænan, sem enn var svo kölluð 1896, jókst smátt og smátt í vatnavöxtum, unz áin féll þar öll fyrir aldamót, — nema þá er hún er í vexti; þá flóir hún viða yfir. — Milli Halda hefir Rangá nú brotið svo jarðveginn til beggja hliða um næstliðin 30 ár, að þar fer engin skepna yfir, því að bakkar að henni eru þar svo háir. í fornöld hefir vegur legið frá Þorgeirsvaði (a.), vestur á miðjum Höldum; þar sjást um 15—20 götur þaðan vestur um Keldnalæk, um Tunguheiði, Tungunes, yfir mynni Stokkalækjar á Bergsnef, og þaðan önnur grein þess vegar að Hofi, en hin upp brúnina, beint til Kirkju- bæjar, sem fornmannagötur yfir Hofsvöll votta. e. Reynifellsvað, undir fossinum. Rangá rann, eins og fyr var sagt, beint fram úr þrengslunun og hafði stöðugt farveg fyrir suðaustan Austurhald. En skamt fyrir ofan Skógarmannavað sameinaðist hún uppsprettulæk miklum, sem hefir upptök sín undir hárri brún, austan ár móts við fossinn. Þessi lækur hefir verið kallaður Teitsvötn2). Fyrir 1) Eftir landslagínu á Móanum og Höldunum má ætla, að þykkur jarð- vegur hafi verið þar á milli, áður en eyðileggingin, »Moldirnar«, byrjaði. Sú eyðilegging landsins hefir i fyrstu byrjað austur-við Rangá, með bakkabrotum, eins og svo víða annars staðar hér um pláss. Þegar Moldirnar blésu þar upp. var eðlilegt, að áin, sem búin var að fylla upp hinn gamla farveg, fengi fram- rás vestur og fram á milli Halda. — Hins vegar er engin vissa fyrir því, að lænan milli Halda hafi í fyrstu legið úr Rangá. Hún mátti eins vel hafa verið framhald áveituskurðar þess, sem tekinn var fyrir austan Keldur, úr báðum lækjar- botnum þar, til áveitu á Móann. Fremst á miðjum Móa er stórt skarð (»Skarðið«), eftir frárennsli áveitunnar; stefnir sú rás milli Halda. — Ef til vill er farvegur- inn milli Halda fornaldar-farvegur úr Rangá frá Gunnarssteini. Þar hefir áin verið tekin upp eða öllu heldur fallið sjálf úr farvegi fram um Austurheiði og víðar á Móa og má-ske fram í Höldin. Austarlega í Vesturhaldi, suður af Skarð- inu i Móanum, er lægð mikil, vallgróin, sem afar-forn farvegur, og liggur hún til núverandi farvegs, í miðjum Höldum, um vaðið þar, til Þorgeirsvaðs aust- ur. — Er of-langt að fara hér nánar út í það. 2) Svo er hann nefndur í Árb. Fornl.fél. 1892, 49, 1902, 4, og registrinu frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.