Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 9
9 frá Keldum; það er það vað, sem Brynjúlfur Jónsson hefir nefnt Orustuvað, »til stuttleika«. Ekki hygg ég það eiga skylt við Orustu- hóla (Árb. Fornl.fél. 1902, bls. 4—5)1)- Knafhólavegir, þrjár krossgötur. Vaðið yfir um hjá Gunnarssteini og vegurinn þaðan er nú ekki aðeins »lítt tíðkaður« (Árb. Fornl.fél. 1902, 4), heldur er vegur sá sjálfsagt löngu fyrir ómuna-tíð aflagður sem ferðamannavegur. Áin hefir lengi legið þar nokkuð þröngt og farvegurinn niðurskorinn. En í fyrndinni hefir þar vegur verið, all-fjölfarinn, eftir þeim götum að dæma, 6—8, sem ég sá þar um 1890, að hæfilega blásnum jarðvegi á moldunum norðvestur af Gunnarssteini. Þessi vegur hefir, austanað, legið um Vallartanga og Sandgils-sljettuna í vikið milli brúna, skamt fyrir neðan Keldnasel gamla, — þar sá ég nokkrar götur á moldum, — rétt á milli Knafahóla hinna austustu, þar sem fyrirsátin var, — líklega ekki »undir nyrðri hólnum« (Árb. Fornl.fél. 1888—92, bls. 482), heldur, eins og haldið hefir verið, í hinum suðvestri. Hann er stærri og i honum dalur,, sem var grasi vaxinn fram yfir 1883 (Árb. Fornl.fél. 1888—92, 48), nægilega stór fyrir fyrirsátarmenn og hestana 30, bundna. Upp úr honum ganga »hraunkambar« (Árb. s. st.). — Þar, — við Knafahóla, — sá ég á moldunum nær einum tug gatna3) nálægt 1) í árbóka-registrinu 1904 hefir Br. J. sett nafnið *Krókavaðið« í svigum aftan-við *Orustuvaðið«, en það nafn mun hann einnig hafa gefið því sjálfur. — Það mun vera þetta sama vað, sem Vigfús Guðmundsson álítur í grein sinni í Árb. Fornl.fél. 1927, bls. 10—14, hafa verið Holtsvað. M. Þ. 2) Jeg hygg þetta misritað hjá Sig. Vigfússyni, eftir óljósu minni eða hann hafi ruglast í afstöðunni, — nema þetta sé prentvilla. 3) Víðar hefi ég séð þvílíkar götur á moldum. Þannig voru nokkrar götur {5—7) norðan-undir húsabænum í Hraunkoti; lágu þar til austurs og vesturs, en sáust ekki þar nema á litlum bletti. — Á Skotavelli (sjá Árb. Fornl.féi. 1898, 22), neðan-undir lágri brún, voru um 8 götur skýrar, frá Tröllaskógi (Stóraskógi) út að Melakoti i Keldnalandi, og er það sama stefnan og út að Eystra-Skarði (Stóra- Skarði), milli kirkjustaðanna og að bæjum þar í grendinni. — Austan-við Árbæj- arkrók hinn efri hefir verið bær (eða kot), má-ske bygður úr Litla-Skógi, hafi hann eða þær Skóga-jarðir átt land að ánni, sem Iíklegt er; er nú að blása ofan af honum þar við ána; ef til vill hefir hann ekki þekkst um langt skeið. Þar komu einnig upp fornar götur að ánni, og sjást þær enn i heiðinni sunnan árinnar. Hjá þessum bæ var Skógarvað, sem svo er kaliað enn. — Þá sá ég og milli 1910 og 1920 fjölmargar götur sunnan-við Reyðarvatns-hæðir, fyrir norðan Nón- hól, þar norðan-við lægstu lægðina. Stefndu þær beint vestan-að austur til Litia- Reyðarvatns og eflaust fram á við, fyrir austan Hróarslæk, til Austasta-Reyðar- vatns, sem enn var i bygð 1670 og ljósast hefir verið stórbýli, líklega tveir bæir og haft mikla bygging á Kongshól. — Sjá ennfremur um moldargötur í Árb. Fomi.fél. 1888—92, 74—75. — Allar þessar götur eru nú horfnar, flestar fyrir löngu, moldirnar blásnar upp, niður fyrir þær.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.