Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 11
11
sátarmenn, sem máttu hafa séð þá Gunnar hjá norðvestasta hólnum1),
varla fyr. — »Þar sér ekki fyr en at er komit«; líkt má segja um
Réttaheiðar-veginn.
Leið Flosa frá brennunni.
Líti menn á stefnuna og landslagið, sézt fljótlega, að Flosi hefir
hlotið að fara öðru-hvoru-megin við Vatnsdalsfjall; annað ekki fært.
Liggur þá næst, að álykta, að hann hafi farið yfir Þverá hjá Duf-
þaksholti og upp úr fyrir vestan Vatnsdalsfjall, skammt fyrir vestan
Völl. Sá vegur hefir í fyrndinni verið afar-fjölfarinn; þar má telja 70
götur fornar, eða fleiri, og voru þar grundir sléttar og götur léttar.
Aðal-straumur eða -framhald þessa vegar hefir legið um Rangá, ná-
lægt Hestaþingshól (eða og á Tunguvaði), upp í Tungunes. Liggja
tvær aðalgreinir hans um Hofsvöll, — en þar hefir engin umferð
verið frá ómuna-tíð, eins og vegurinn sannar, — önnur vestan-við
Nónhól og um Spámannsstaði, en hin nokkuð vestar, og hefir vafa-
laust önnur þeirra (hin eystri), eða báðar, legið til Þingskála, Árness-
vaðs á Þjórsá og til Þingvalla; en þriðja aðalgreinin hefir legið upp
Tungu- og Króktúns-heiði til Keldna. — Af þessum Hvolhreppsvegi
hefir ein grein legið fyrir sunnan Rangá, en norðan Völl, niður sand-
brúnina2), yfir Fiská á eyrunum í Krappasporðinn, sem er syðstur í
Hólmslandi, bæði til vaðs á Haldfossum og að vaðinu við Þorgeirs-
stein, og líklega upp að Þorgeirsvaði, fyrir miðju Austurhaldi. Þetta
virðist mér líklegasta, lang-greiðfærasta og styzta leið fyrir þá Flosa,
°g hygg ég að þeir hafi ætlað sér, ef tækifæri byðist, yfir Rangá
þar sem styzt og sléttast var frá henni heim að Keldum, — sem þá
stóðu fyrir sunnan lækinn þar. Á þessari leið austur Krappann er
Flosi á beinni leið og hinni öruggustu, ljósast löngu fyrirhuguðu leið,
til Flosadals, þeirri leið, sem jafnframt var mest villandi fyrir eftir-
reiðarmenn, um framhald ferðar hans, er hann reið upp Þríhyrnings-
háls að norð-vestan, og enginn bær nærri, nema býlið sunnan-undir
1) Milli þeirra hóla, til útnorðurs og landsuðurs, eru um 310 faðmar, fuli-
gildir þriggja álna faðmar; mælt við ítrekun (43/i2 1919); þ. e. um 584 m.
2) Vegurinn niður sandbrúnina líkist mjög nútíðar-akvegi; en engan veg-
inn má, nokkru sinni, eigna hann nútíðarkerrum; þær fluttust ekki hingað fyr
en um miðja fyrri (þ. e. 19.) öld og varla hingað austur fyr en undir næstliðin
aldamót, — »sýsluvagnarnir«; — að Keldum 1905. — Líklega er það fremur
náttúru-verk en fyrir umferðina eina, eða fornaldar-verk fyrir kerruflutning á
hrisi eða viðarkolum í Krappann. — Mór var og tekinn í Fagradal framundir
aldamótin síðustu og þá stundum þurkaður fyrir neðan brekkuna.