Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 11
11 sátarmenn, sem máttu hafa séð þá Gunnar hjá norðvestasta hólnum1), varla fyr. — »Þar sér ekki fyr en at er komit«; líkt má segja um Réttaheiðar-veginn. Leið Flosa frá brennunni. Líti menn á stefnuna og landslagið, sézt fljótlega, að Flosi hefir hlotið að fara öðru-hvoru-megin við Vatnsdalsfjall; annað ekki fært. Liggur þá næst, að álykta, að hann hafi farið yfir Þverá hjá Duf- þaksholti og upp úr fyrir vestan Vatnsdalsfjall, skammt fyrir vestan Völl. Sá vegur hefir í fyrndinni verið afar-fjölfarinn; þar má telja 70 götur fornar, eða fleiri, og voru þar grundir sléttar og götur léttar. Aðal-straumur eða -framhald þessa vegar hefir legið um Rangá, ná- lægt Hestaþingshól (eða og á Tunguvaði), upp í Tungunes. Liggja tvær aðalgreinir hans um Hofsvöll, — en þar hefir engin umferð verið frá ómuna-tíð, eins og vegurinn sannar, — önnur vestan-við Nónhól og um Spámannsstaði, en hin nokkuð vestar, og hefir vafa- laust önnur þeirra (hin eystri), eða báðar, legið til Þingskála, Árness- vaðs á Þjórsá og til Þingvalla; en þriðja aðalgreinin hefir legið upp Tungu- og Króktúns-heiði til Keldna. — Af þessum Hvolhreppsvegi hefir ein grein legið fyrir sunnan Rangá, en norðan Völl, niður sand- brúnina2), yfir Fiská á eyrunum í Krappasporðinn, sem er syðstur í Hólmslandi, bæði til vaðs á Haldfossum og að vaðinu við Þorgeirs- stein, og líklega upp að Þorgeirsvaði, fyrir miðju Austurhaldi. Þetta virðist mér líklegasta, lang-greiðfærasta og styzta leið fyrir þá Flosa, °g hygg ég að þeir hafi ætlað sér, ef tækifæri byðist, yfir Rangá þar sem styzt og sléttast var frá henni heim að Keldum, — sem þá stóðu fyrir sunnan lækinn þar. Á þessari leið austur Krappann er Flosi á beinni leið og hinni öruggustu, ljósast löngu fyrirhuguðu leið, til Flosadals, þeirri leið, sem jafnframt var mest villandi fyrir eftir- reiðarmenn, um framhald ferðar hans, er hann reið upp Þríhyrnings- háls að norð-vestan, og enginn bær nærri, nema býlið sunnan-undir 1) Milli þeirra hóla, til útnorðurs og landsuðurs, eru um 310 faðmar, fuli- gildir þriggja álna faðmar; mælt við ítrekun (43/i2 1919); þ. e. um 584 m. 2) Vegurinn niður sandbrúnina líkist mjög nútíðar-akvegi; en engan veg- inn má, nokkru sinni, eigna hann nútíðarkerrum; þær fluttust ekki hingað fyr en um miðja fyrri (þ. e. 19.) öld og varla hingað austur fyr en undir næstliðin aldamót, — »sýsluvagnarnir«; — að Keldum 1905. — Líklega er það fremur náttúru-verk en fyrir umferðina eina, eða fornaldar-verk fyrir kerruflutning á hrisi eða viðarkolum í Krappann. — Mór var og tekinn í Fagradal framundir aldamótin síðustu og þá stundum þurkaður fyrir neðan brekkuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.